Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40418
Vaðfuglar er fjölbreyttur hópur fugla af ættbálki Charadriiformes sem býr á margskonar búsvæðum. Í dag fer um 48% af stofnum þessara tegunda fækkandi og er eyðing búsvæða líkast til helsta ástæðan. Það er því mikilvægt að finna leið til að hafa góð áhrif á búsvæðin og lífbreytileikan og koma í veg fyrir þessa eyðingu en vegna mikils
skorts á upplýsingum og rannsóknum er ekki einfalt að finna góðar lausnir. Þrátt fyrir að á Íslandi séu mikilvæg búsvæði sem stuðla að viðhaldi fjölda vaðfuglategunda, hefur lítið verið um rannsóknir á tegundum eins og tjaldinum (Haematopus ostralegus). Í þessu verkefni var skoðað hvort tengsl séu milli búsvæða tjalda og framlegðar til eggja.
Niðurstöðurnar sýna lítinn mun á heildarrúmáli eggja milli búsvæða og rúmmáli stakra eggja milli búsvæða. Ekki var marktækur munur á heildarrúmmáli eggja eftir búsvæðum og stærð urptar var mjög svipuð. Heildarrúmmál og rúmmál stakra eggja á strandsvæðum er þó örlítið meira en rúmmál eggja í innsveitum og meðalstærð urptar örlítið stærri.
Kvenfuglar á strandsvæðum eru marktækt stærri en kvenfuglar í innsveitum en tengsl milli þyngdar kvenfugls og rúmmáls eggja er mjög lítil. Enginn marktækur munur var á heildarrúmmáli eggja milli landsvæða og fylgdi rúmmál stakra eggja svipuðu mynstri og heildarrúmmál eggja. Stærð urptar var svipuð en Vesturland skar sig þó úr miðað við hin landsvæðin og eggin á Norðaustur- og Suðurlandi voru örlítið minni og færri. Enginn
marktækur munur var á heildarrúmmáli eggja eftir farhegðun/vetursetu og meðalrúmmál stakra eggja var nánast það sama. Stærð urptar og stærð kvenfugla var einnig svipuð en staðfuglarnir voru þó örfáum grömmum þyngri og með örlítið færri og minni egg að meðaltali.
Waders are a diverse group of birds in the Charadriiformes order that live in diverse habitats. Today the population of about 48% of these species are declining probably due to habitat destruction. It is therefor important to reduce these effects and find solutions that have a good impact on the habitats and the biodiversity. It is not simple to find good solutions due to lack of data on these topics. Even though Iceland plays an important role in sustaining many wader species, there are very few studies on waders like the Eurasian oystercatcher (Haematopus ostralegus). In this project, I looked into whether there was a relationship between oystercatcher habitats and the birds contribution to the eggs. The results show little difference in total egg volume and individual eggs between habitats. There is no significant difference in total egg volume by habitats and the clutch size is very similar. Despite that, the total egg volume and individual egg volume in coastal areas is slightly greater than the egg volume in inland areas and the average clutch size is also larger. The females in coastal areas are statistically bigger than females in inland habitats but the relationship between female size and egg volume is very little. There was no significant difference in total egg volume between regions and the individual egg volume showed a similar pattern as the total egg volume. The clutch size was similar but West Region stood out compared to the other regions. The eggs were slightly smaller and fewer in the Northeast Region and the south. There was no significant difference in total egg volume between wintering ground/migration behavior and the individual egg volume was almost the same. The clutch size and size of females was similar but the resident birds were few grams heavier but had a little bit fewer and smaller eggs on average.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Ritgerð-Bs.pdf | 624,29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Skemman-yfirlýsing.pdf | 430,56 kB | Lokaður | Yfirlýsing |