Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40422
Í þessu verkefni var til skoðunar aðferð við föngun koltvísýrings og geymslu hans. Aðferðin felst í því að vatnsbinda koltvísýring í köldu grunnvatni. Hlutþrýstingur koltvísýrings var reiknaður úr 39 sýnum, sem var safnað í grennd við Kröfluvirkjun, úr tveimur efnagreiningum með aðstoð PHREEQC (3. útgáfa). Reiknaður hlutþrýstingur koltvísýrings var borinn saman við hlutþrýsting koltvísýrings í andrúmslofti til að leggja mat á heildar bindigetu koltvísýrings með vatnsbindingu. Heildarmagn leysanlegs koltvísýrings var að lokum borið saman við heildar árlega losun koltvísýrings úr Kröfluvirkjun. Samanburður við raunlosun Kröfluvirkjunar var gerður til að setja bindigetu grunnvatns í raunverulegt samhengi.
This thesis explores a form of carbon capture and storage by applying solubility trapping of carbon dioxide in cold groundwater. Partial pressure of carbon dioxide was calculated in 39 samples, collected near the Krafla Power Plant, Northeast Iceland, from two datasets using PHREEQC (version 3). The calculated partial pressure of carbon dioxide was compared to the atmospheric partial pressure of carbon dioxide to assess the amount of carbon dioxide that could be trapped by solubility trapping. The amount of carbon dioxide that can be dissolved was compared to the total annual emissions of carbon dioxide from the Krafla Power Plant to estimate the feasibility of applying the proposed method of carbon trapping.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaskil_TH.pdf | 23,15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_undirrituð.pdf | 199,87 kB | Lokaður | Yfirlýsing |