is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40432

Titill: 
 • Ábyrg markaðssetning : breyttar áherslur í markaðssetningu áfangastaða í Fljótsdal og nágrenni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Áskoranir ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum árin hafa verið fjölmargar og ein af þeim er ójöfn dreifing ferðamanna um landið. Fljótsdalur á Héraði hefur að geyma einn vinsælasta áfangastað ferðamanna á Austurlandi, Hengifoss, þar sem fjöldi ferðamanna eykst ár frá ári. Þessi fjöldi ferðamanna virðist þó ekki endurspegla gestakomur annarra áfangastaða ferðamanna í Fljótsdal.
  Í þessari ritgerð er horft til markaðssetningar þeirra áfangastaða sem staðsettir eru í Fljótsdal og hvernig henni er háttað. Rannsóknin er megindleg þar sem tilgáta er sett fram um að markaðssetning áfangastaða í Fljótsdal skilar sér ekki í fjölgun ferðamanna á öðrum áfangastöðum en Hengifossi og þar af leiðandi þekkja ferðamenn sem stoppa þar, lítið til annarra áfangastaða á svæðinu. Gagnaöflun var gerð með spurningakönnun þar sem þýðið er ferðamenn við Hengifoss í júlí og ágúst 2020. Niðurstöður leiddu í ljós að tilgátan er að hluta til rétt, þ.e. erlendir ferðamenn þekkja lítið til annarra áfangastaða í Fljótsdal. Því er sett fram sú tillaga að breyta þurfi áherslum í markaðssetningunni, t.d. á þá leið að markaðssetja sérstaka ferðaleið sem liggur báðu megin Lagarfljóts og inn í Fljótsdal. Slíkur hringur getur fjölgað áfangastöðum, aukið þar með fjölbreytni fyrir ferðamenn og aukið stuðning á milli hagsmunaaðila í ferðaþjónustu.
  Lykilorð: ferðaþjónusta í dreifbýli, markaðsetning áfangastaða, ábyrg markaðssetning, ferðamannaleiðir, fjöl-áfangastaða líkan

 • Útdráttur er á ensku

  Challenges for the Icelandic tourism industry have through the years been numerous, and one of them is the uneven distribution of tourists over the country. Hengifoss in Fljótsdalur is one of the most popular tourist destinations in east Iceland and visitors’ numbers increase every year. Although, this large number of visitors does not seem to reflect in visitors’ numbers in other tourist destinations in Fljótsdalur.
  In this thesis the marketing of destinations located in Fljótsdalur is examined. The research method is quantitative and a hypothesis put forward that states that the marketing of tourism destinations in Fljótsdalur does not result in increased numbers of tourists in other destinations besides Hengifoss, and therefore tourists that stop there, have little knowledge of those destinations. Data collection was done through a survey and the population were tourists visiting Hengifoss in July and August 2020. Results revealed that the hypothesis was partially true since foreign tourists did not seem to know about other tourist locations in Fljótsdalur besides Hengifoss. Following those results it was suggested that emphasis changes are needed in the marketing of the area, f. ex. in marketing a tourist route that would lie in a circle on both sides of Lagarfljót, all the way up to Fljótsdalur. Such route could result in increased numbers of destinations and therefore, allow a variety of visitors needs to be met in the same geographical area and increase support between the tourism stakeholders.
  Keywords: rural tourism, destination marketing, responsible marketing, tourist routes, multi-destination model

Styrktaraðili: 
 • Fljótsdalshreppur
Samþykkt: 
 • 7.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ábyrg markaðssetning Fljótsdalur og nágrenni BA ritgerð.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna