Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40436
Miklar framfarir hafa átt sér stað í fræðasamfélaginu á síðustu öld hvað varðar rannsóknir á persónuleika einstaklingsins innan sálfræðinnar. En síðastliðna hálfa öld hafa rannsóknir á persónuleika innan fræðasviðs viðskiptafræðinnar sótt í sig veðrið og hafa rannsóknir á persónuleika stjórnenda og frumkvöðla verið áberandi, þá sér í lagi varðandi áhættusækni. Þar sóttust fræðimenn eftir því að tengja saman þekkta þætti persónuleikans við þátttakendur í viðskiptaheiminum og reyndu að komast að því hvað einkennir þau sem sækjast eftir stjórnunarstöðum og þau sem leggja í það ævintýri sem frumkvöðlastarfsemi ber óhjákvæmilega með sér. Þekkt er í fræðum áhættusækni að einstaklingar geti haft mismunandi viðhorf til áhættu og geta utanaðkomandi þættir eins og aldur, menntunarstig, reynsla og bakgrunnur haft áhrif á hvaða leið einstaklingurinn ákveður að fara. Metnaðarfullir stjórnendur eru líklegri til að taka áhættu, en þau sem hafa meiri reynslu hafa tilhneigingu til að vera áhættufælin og áhættufælnir stjórnendur kjósa að ljúka áhættusömum verkefnum og velja frekar áhættulítil verkefni. Markmið rannsóknarinnar er umfram allt að greina áhættusækni hjá íslenskum stjórnendum og frumkvöðlum; og bera svo saman niðurstöður þessara tveggja hópa. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferð og er á formi spurningakönnunar. Er um að ræða þversniðsrannsókn þar sem upplýsingarnar voru fengnar frá tveimur hópum á sama tíma. Spurningakönnunin samanstendur af 8 fullyrðingum fengnum úr áhættusæknikvarðanum GRiPS (e. General Risk Propensity Scale) og einni lokaðri spurningu í anda St. Petersburg þversagnar Daniel Bernoulli varðandi áhættusækni, með svarmöguleikum á sjö punkta Likert kvarða. Helstu niðurstöður eru að fimm af sjö tilgátum sem settar voru fram voru studdar með markverðum niðurstöðum og þær benda til að frumkvöðlar hafi úthverfara, samviskusamara og taugaveiklaðra áhættuþol en stjórnendur og að þeir sem skora hátt á áhættusæknikvarða eru líklegri til að taka þátt í sanngjörnu veðmáli. Hvorki finnast markverðar niðurstöður hvað varðar að stjórnendur hafi samvinnuþýðara áhættuþol en frumkvöðlar né hvað varðar að frumkvöðlar hafi víðsýnna áhættuþol en stjórnendur. Í umræðukaflanum er leitast við að setja niðurstöðurnar í samhengi við fræðin sem eru reifuð í upphafi rannsóknarinnar. Að lokum er stungið upp á frekari rannsóknum og tillögur að hagnýtingu bornar upp.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hverjir taka sénsinn Áhættusækni íslenskra frumkvöðla og stjórnenda Maggý Möller 2022.pdf | 1,28 MB | Lokaður til...01.01.2025 | Heildartexti | ||
Lokaverkefni Maggý Möller 2022.pdf | 234,3 kB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokun verkefnisins í 3 ár.