Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40439
Vinsældir rafræna vettvanga og þjónusta sem eru byggðar á þeim fara sívaxanandi samhliða þeim gríðarlegu framförum sem verða í tækni. Slíkar þjónustur fela í sér gríðarlega verðmætasköpun sem felst í því að skapa vettvang sem tengir saman notendur og ýmsa aðila sem bjóða fram einhvers konar þjónustu. Þjónustur sem byggja á rafrænum vettvangi eru fjölbreyttar, ná yfir margar mismunandi greinar og hafa t.d. notið talsverðra vinsælda innan ferðamálageirans. Þjónustur á borð við AirBnB og Home Exchange gera t.d. notendum sínum kleift að nýta sér öðruvísi kosti á gistingu með því að skapa vettvang sem tengir saman gestgjafa sem bjóða út eignir sínar til leigu eða skipta, og gesti sem sækjast eftir gistingu. Slíkir kostir þykja gjarnan heimilislegri en hefðbundin dvöl á hótelum og gistihúsum og eru gjarnan hagkvæmari en ella, sem eru stórar ástæður þess að ofantaldar þjónustur hafa hlotið mikið lof og vinsældir víðsvegar um heim. Höfundum þykir hinsvegar vera skortur á íslenskum vettvangi til heimilaskipta hérlendis, og er það nákvæmlega sá skortur sem að þetta verkefni tekur sér fyrir hendur að leysa með smáforritinu Svapp.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskýrsla - Svapp.pdf | 10.88 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Notendahandbók.pdf | 24.04 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Rekstrarhandbók.pdf | 134.31 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |