is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40446

Titill: 
 • Rannsókn á upplifun notenda af spjallmennum : samanburðarrannsókn
 • Titill er á ensku Research on user experience of chatbots: a comparative study
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Spjallmenni (e. chatbots) eru að verða sífellt algengari á hinum ýmsu sviðum þjónustu og eru kostir þess að notast við þau ótalmargir. Þrátt fyrir þetta hafa notendur og viðskiptavinir verið tregir við að nýta sér þjónustu spjallmenna og rannsóknir hafa sýnt að upplifun viðskiptavina af slíkri þjónustu getur verið mjög ólík. Byrjað er að rannsaka hvað getur haft áhrif á upplifunina og hvernig má ýta undir jákvæða upplifun viðskiptavina af spjallmennum svo það sé hægt að nýta betur þessa þjónustu í framtíðinni.
  Í þessu verkefni var sett upp heimasíða með spjallmenni og svo voru gerðar notendaprófanir á spjallmennum til að athuga hvað getur haft áhrif á upplifun notenda og til að rannsaka hvað er það helsta sem eykur ánægju notenda af notkun spjallmenna. Gerðar voru notendaprófanir þar sem þátttakendur töluðu annað hvort við vinsamlegt spjallmenni með fleiri mannlega eiginleika eða spjallmenni sem var vélrænna. Einnig var þátttakendum annað hvort sagt fyrir fram að þeir væru að tala við spjallmenni eða eftir á.
  Niðurstöður sýndu að það það hafði ekki mælanlegan mun á ánægju notenda hvort spjallmennið væri vinalegt eða vélrænt eða hvort þeim var sagt fyrir fram eða eftir á að þeir væru að tala við spjallmenni. Það sem hafði þó mælanlegan mun á ánægju notenda var hvort spjallmennið gat svarað spurningum þeirra eða ekki.
  Það er mikilvægt fyrir áframhaldandi hönnun spjallmenna að vita hvað hefur mest áhrif á jákvæða upplifun notenda og eins og við sáum í þessari rannsókn ættum við aðallega að vera að einbeita okkur að því að spjallmenni skilji betur og geti svarað betur.

Samþykkt: 
 • 8.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40446


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsokn_a_upplifun_notenda_af_spjallmennum.pdf417.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna