is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40461

Titill: 
  • Gildi sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti í sakamálum : má sakfella ákærðan mann á grundvelli ólögmætra sönnunargagna?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gildi sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti í sakamálum.
    Má sakfella ákærðan mann á grundvelli ólögmætra sönnunargagna?
    Réttarríki er ríki þar sem „ríkisstjórn í öllum athöfnum sínum er
    bundin af föstum reglum, er kynntar hafa verið fyrir fram –
    reglum sem gera borgurunum kleift að sjá fyrir fram með
    sanngjarnri vissu, hvernig yfirvöld munu við tilteknar aðstæður
    beita þvingunarvaldi sínu og því sé þeim innan handar að gera
    framtíðaráætlanir á grundvelli þeirrar vitneskju“. 1 Friedrich A. Hayek (1899-1992) Segja má að á Íslandi búum við í réttarríki þar sem dómstólar dæma einungis eftir lögum og sakborningar eru ekki sakfelldir án þess að nægar sannanir liggi fyrir af hálfu ákæruvaldsins um meint brot sem þeim er gefið að sök.
    Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þær aðferðir sem eru við lýði hér á landi við öflun sönnunargagna í sakamálum þegar unnið er að því að upplýsa afbrot. Hvað veldur því að sönnunargögn teljist ólögmæt og þ.a.l. ekki hægt að styðjast við þau í sakamálum til að sanna sekt sakbornings. Meginumfjöllun ritgerðarinnar er að finna í kafla fjögur, þar sem fjallað er um afleiðingar þess þegar sönnunargagna í sakamáli er aflað með ólögmætum hætti og verður lögð áhersla á lögmæti þeirra aðferða sem beitt er við öflun sönnunargagna, m.a. í þeim tilvikum þegar lögreglan fer yfir þau mörk sem henni eru sett í lögum við öflun þeirra.
    Reynt verður að komast að því til hvaða atriða dómstólar líti við mat á gildi sönnunargagna sem aflað hefur verið með ólögmætum hætti. Með tilliti til hagsmuna samfélagsins í heild svo hægt sé að refsa fyrir brot á lögum og hins vegar með hagsmuni sakborninga í huga um réttláta
    málsmeðferð.

Samþykkt: 
  • 10.2.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Felicia M. Pralea ML pdf.pdf893,86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna