Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40476
Ritgerð þessi fjallar um táknmyndirnar sem verða til um sveitina og borgina í bókmenntum. Hún fjallar um áhrifin sem nútímaborgin er talin hafa á sálarlíf fólks og hvernig hún er séð og lifuð – sem ópersónuleg og vélvædd eða sem veröld örvandi mannlífs og gæða. Fræðimennirnir Raymond Williams, Georg Simmel og Walter Benjamin koma við sögu í tengslum við þennan hugmyndaheim. Þá er fjallað um stöðu og hlutskipti kvenna í samhengi borga, heimilis og almannarýmis. Hugað er að Reykjavík í þessu sambandi sem sögusviði í íslenskum bókmenntum en einkum hvernig rithöfundurinn Þórunn Elfa Magnúsdóttir miðlar tilverunni í borginni í skáldsögum sínum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 299,44 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Borgin hennar Pétur Krogh Ólafsson.pdf | 796,56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |