Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40478
Bakgrunnur: Rannsóknir hafa sýnt að staða kvenna á vinnumarkaði breytist þegar þær verða mæður. Barneignir höfðu neikvæð áhrif á tekjur þeirra, hugræn byrði eykst og sýna rannsóknir að staða þeirra á vinnumarkaði veikist eftir að þær verða mæður. Hugtakið mæðrasekt (e. Motherhood penalty) hefur verið rannsakað erlendis en þekkist ekki eins vel hér á landi. Líkt og hugtakið bendir til sýna rannsóknir að konum er mismunað fyrir að vera mæður á vinnumarkaði.
Markmið: Að auka og dýpka skilning á hvaða áhrif barneignir hafa á stöðu og tekjur kvenna á vinnumarkaði og skoða hvernig þau áhrif koma fram.
Aðferð: Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl við fjórar konur sem allar höfðu eignast barn á síðustu fimm árum. Allar konurnar voru í gagnkynhneigðum samböndum og unnu hefðbundinn dagvinnutíma.
Niðurstöður: Í ljós kom að allir viðmælendur sögðu að barneignir hefðu haft neikvæð áhrif á bæði stöðu þeirra á vinnumarkaði og tekjur. Hugræn byrði þeirra hefði aukist til muna við að eignast barn og upplifa konur mikla pressu á sér við að halda mörgum boltum á lofti bæði í vinnu og einkalífi. Samkvæmt því sem viðmælendur sögðu höfðu makar ekki orðið fyrir neikvæðum áhrifum á vinnumarkaði eftir barneignir.
Ályktun: Þó að jöfnun staða kynjanna hafi náð langt á Íslandi er enn þörf á að gera betur. Mikilvægt er að skoða hvernig tryggja megi jafna stöðu mæðra á vinnumarkaði og jöfn tækifæri. Þörf er á samfélagslegum breytingum til að stuðla að betri stöðu kvenna eftir barneignir. Þá er einnig þörf á frekari rannsóknum hér á landi á þessu sviði.
Lykilorð: mæðrasekt, barneignir, tekjur, vinnumarkaður
Background: Research has shown that women's position in the labor market changes after becoming mothers. Childbirth has a negative effect on women´s income, their mental load increases and research shows that their position in the labor market weakens after they become mothers. The concept of motherhood penalty has been studied abroad but is not as
well known in Iceland, but as the term suggests, women are discriminated for being mothers in the labor market.
Aim: To increase and deepen the understanding of the impact of childbirth on the position and income women in the labor market receive and how these impacts show.
Method: A qualitative research method was used where semi-standardized interviews were conducted with four women who had all had children in the last five years. All the women were in a heterosexual relationship and worked traditional daytime hours.
Results: It was found that all interviewees said childbirth had a negative effect on both their position in the labor market and income. Their mental load increases greatly when a child is born and women experience great pressure at work and in private life. According to the
interviews their spouses were not negatively affected in the labor market after having children
Conclusion: Although we have come a long way in leveling the playing field between the sexes, there is still a need to do better. It is important to look at how to ensure the equal position of mothers in the labor market and ensure equal opportunities. There is need for a
societal change to promote better status for women after childbirth. There is also a need for further research in this field in Iceland.
Keywords: motherhood penalty, childbirth, income, labour market
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerð_lokaútgáfa_SteinunnElva.pdf | 1.01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
BAritgerð_viðauki_Steinunn.pdf | 248.31 kB | Lokaður til...01.01.2043 | Viðauki |