is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40479

Titill: 
 • Streita og seigla meðal starfsmanna sem starfa í þjónustukjörnum fyrir geðfatlaða á tímum COVID-19
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Bakgrunnur: COVID-19 heimsfaraldurinn dreifði sér um allan heim og var eins og hinn fullkomni stormur af streituvöldum. Starfsmenn sem voru við störf innan velferðar- og heilbrigðisþjónustu þurftu að aðlaga alla sína þjónustu samhliða þessum faraldri. Því var mikilvægt að starfsmenn hefðu trú á eigin getu til að takast á við aðstæður sem voru streitu-valdandi, en rannsóknir sýna að seigla hefur mikinn byr til að sporna gegn streitu.
  Tilgangur: Markmið rannsóknar var að meta mögulegt samband milli seiglu og streitu á tímum heimsfaraldurs meðal starfsmanna sem voru við störf í þjónustukjörnum fyrir geðfatlaða og hvort lýðfræðilegur bakgrunnur þeirra hefði áhrif á það samband.
  Aðferð: Aðferðafræðilegur grunnur rannsóknarinnar var með megindlegum hætti þar sem um þversniðsrannsókn var að ræða. Gögnum var safnað saman í formi spurningarlista á einum tímapunkti á tímum COVID-19 heimsfaraldursins þar sem streitukvarði Cohen og seiglukvarði Connor-Davidson voru nýttir, ásamt ákveðnum lýðfræðilegum spurningum. Þýði rannsóknar samanstóð af öllum þeim starfsmönnum sem voru við störf í þjónustukjörnum fyrir geðfatlaða. Fjöldi í úrtaki voru 248 starfsmenn frá 26 starfsstöðvum. Þar af tóku 171 þátt í rannsókninni og var því svarhlutfall um 68,95%.
  Niðurstöður: Niðurstöður benda til þess að mismunandi lýðfræðilegur bakgrunnur hafi forspárgildi um streitu og seiglu starfsmanna. Niðurstöður fundu tölfræðilega marktæk tengsl milli seiglu og streitu óháð öðrum breytum, þeim mun meiri seigla þeim mun minni streita.
  Ályktanir: Út frá niðurstöðum rannsóknar má draga þá ályktun að þeir starfsmenn sem eru annað hvort karlmenn, í eldri kantinum, eiga maka, barnlausir, með hátt menntunarstig, starfa í hlutastarfi, eiga að baki langa starfsreynslu eða starfa sem almennir starfsmenn séu líklegri til að upplifa minni streitu í samanburði við aðra starfsmenn. Þá sýna niðurstöður rannsóknar að þeir starfsmenn sem eru annað hvort karlmenn, eldri í árum, eiga maka, með börn á framfæri, með meiri menntun, hafa lengri starfsreynslu, starfa í háu starfshlutfalli eða starfa sem fagaðilar séu með meiri seiglu umfram aðra samstarfsmenn.
  Lykilorð: COVID-19 heimsfaraldur, seigla, streita, þjónustukjarnar fyrir geðfatlaða, þjónustuþegar, megindleg rannsóknaraðferð, seiglukvarði Connor-Davidson, streitukvarði Cohen, velferðar- og heilbrigðisstarfsmenn, persónubundnir eiginleikar, lýðfræðilegur bakgrunnur

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Background: COVID-19 pandemic spread around the world and was like the perfect storm of stressors. Employees working in the health and welfare services had to adapt all their services in parallel with this pandemic. It was therefore important that employees had confidence in their ability to handle situations that were stressful, but research has shown that resilience has great potential in combating stress.
  Purpose: The aim of this study was to assess the potential relationship between resilience and stress during the pandemic among employees who worked in supported accommodation for people with mental illness and whether their demographic background affected that relationship.
  Method: The methodological basis of this study was quantitative as it was a cross-sectional study. Data was collected in the form of questionnaire at one point during the COVID-19 pandemic using the Perceived Stress Scale (PSS-10), Connor-Davidson resilience scale (CD-RISC-10) along with certain demographic questions. The study sample consisted of all the employees who worked in supported accommodation for people with mental illness. The number in the sample was 248 employees from 26 establishments. Of these, 171 participated in the study and the response rate was about 68.95%.
  Results: Findings of this study suggest that certain demographic characteristics may contribute greater resilience and reduce stress among employees. Results found statistically significant correlation between resilience and stress independent of other variables, greater resilience leads to reduced stress.
  Conclusions: Based on the results of the study, it can be concluded that employees who are either men, older, have a spouse, without children, with a high level of education, work part-time, have long work experience, or work as a general employee are more likely to experience less stress compared to other employees. The results of the study also show that employees who are either men, older, have a spouse and children, greater education level, have longer work experience, work full-time, or work as professionals are more resilient than other colleagues.
  Keywords: COVID-19 pandemic, resilience, stress, supported accommodation for people with mental illness, service users, quantitative research method, Connor-Davidson resilience scale, Cohen‘s perceived stress scale, health- and welfare workers, personal traits, demographic background

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 16.02.2025.
Samþykkt: 
 • 17.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40479


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimildir.pdf275.04 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf113.79 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
SkemmanLokaverk60etcA.pdf2.29 MBLokaður til...16.02.2025HeildartextiPDF