is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40480

Titill: 
 • Titill er á ensku Keeping the connection alive with tender care and common sense : a phenomenological study on daughters’ experiences of having a mother in a nursing home
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Dætur eru þeir aðilar sem veita öldruðum foreldrum á hjúkrunarheimilum mestan stuðning. Tengsl mæðra og dætra eru oftast náin og hafa mikil áhrif á líf beggja. Skortur er á rannsóknum um þróun sambands þeirra og reynslu dætra eftir flutning mæðra á hjúkrunarheimili.
  Tilgangur: Að kanna reynslu dætra af því að eiga aldraða móður á hjúkrunarheimili, áhrif þess á mæðgnasambandið og þarfir dætranna fyrir fræðslu og stuðning.
  Aðferð: Notuð var túlkandi fyrirbærafræði Vancouver- skólans. Þátttakendur voru 12 fullorðnar konur sem áttu mæður á hjúkrunarheimili. Gagna var aflað með 21 hálf-stöðluðum einstaklingsviðtölum, einu til tveimur viðtölum við hvern þátttakanda.
  Niðurstöður: Yfirþemað, að halda sambandinu lifandi með umhyggju og hyggjuvitinu, var meginstefið í reynslu dætranna. Það greindist niður í fimm þemu en í því fyrsta kom fram viðleitni dætranna til að viðhalda tengslunum sem breyttust vegna hrörnunar móðurinnar. Í þemanu var gæðum sambandsins lýst ásamt missi og sorg. Í öðru þemanu var ábyrgð og skyldutilfinningu gagnvart móðurinni lýst en ein birtingarmynd þess voru hlutverkabreytingar. Tilfinning um létti eftir að móðirin fluttist í öryggi hjúkrunarheimilisins kom fram í þriðja þemanu en í því fjórða var lögð áhersla á að þörfum móðurinnar væri sinnt. Þar kom sterkt fram mikilvægi virðingarríkra samskipta við móðurina og vellíðunar hennar. Í síðasta þemanu kom fram að dæturnar fengu takmarkaðan stuðning og fræðslu frá fagfólki, en jafnframt að þarfir dætranna fyrir fræðslu voru mismunandi og flestar þeirra treystu mest á hyggjuvit sitt.
  Ályktanir: Dætur leitast við að viðhalda nánu sambandi við mæður sína sem búa á hjúkrunarheimilum og læra að sætta sig við hrörnun þeirra meira og minna á eigin spýtur. Í þessu hlutverki gætu þær notið góðs af auknum stuðningi og fræðslu frá fagfólki á hjúkrunarheimilum.
  Lykilorð: Mæðgnasamband, konur, tilfinningar, óformleg umönnun, þátttaka fjölskyldunnar, hjúkrunarheimili, fræðsla, stuðningur, fyrirbærafræði, tilgangsúrtak

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Daughters are the primary source of support for older parents living in a nursing home. The mother-daughter relationship is usually exceptionally close and has an impact on their whole life course. Research is lacking on the development of this relationship after the mothers' transition to a nursing home.
  Aim: To explore daughters’ experiences of having a mother in a nursing home, its impact on the maternal relationship, and the daughters' need for education and support.
  Method: The Vancouver School's interpretive phenomenology was used. The participants were 12 women who had mothers living in a nursing home. Data were collected through 21 semistructured individual interviews, one or two with each participant.
  Results: The main theme, Keeping the relationship alive with tender care and common sense, was central to the daughters' experience. It was divided into five themes, of which the first one described the daughters' efforts to maintain the relationship that had changed due to the mother's degeneration. It was characterized by relationship quality and loss and grief. The second theme outlined responsibility and a sense of duty towards the mother, of which role change was one manifestation. A feeling of relief after the mother moved into the safety of the nursing home was expressed in the third theme, whereas the fourth one named the confidence that the mother's needs were fulfilled and the importance of both respectful communication with the mother and her well-being. In the last theme, the limited education and support the daughters received from professionals in the nursing home was described while needs for education varied and most of them relied on their common sense.
  Conclusions: Daughters strive to maintain close relationships with their mothers in nursing homes and learn to accept their deterioration predominantly on their own. They could benefit from increased support and education of health-care professionals.
  Keywords: Mother-daughter relationship, women, emotions, informal care, family participation, nursing homes, education, support, phenomenology, purposive sampling

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.11.2025.
Samþykkt: 
 • 17.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni.pdf2.43 MBLokaður til...30.11.2025PDF