Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40484
Fatlað fólk hefur lengi vel verið einn fyrirferðaminnsti jaðarhópur samfélagsins, ekki bara á Íslandi heldur á alþjóðavísu. Hópur sem ekki aðeins hefur þurft að þola afskiptaleysi heldur einnig verið litið á sem ákveðinn bagga sem hvílir á samfélaginu þar sem þeir einstaklingar sem þessum hóp tilheyra hafa löngum þurft að reiða sig á framlag ríkisins til þess að sjá sér farborða og horft hefur verið á það sem ákveðið vandamál í gegnum tíðina hvað ætti við slíkt fólk að gera.
Árið 2018 voru sett ný lög sem áttu að vera efnisleg innleiðing á SRFF. Í þessari ritgerð er skoðað hvernig hefur til tekist. Í ritgerðinni er hin nýja löggjöf skoðuð í ljósi sögunnar og í ljósi alþjóðlegra skuldbindinga. Lögð er sérstök áhersla á „nána þátttöku á ákvarðanatöku“ sbr. 3. tölul. 4. gr. SRFF og einnig hvort og hvernig tekist hefur að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf sbr. 19. gr. samningsins.
Disabled people have long been one of the smallest marginalized groups in society, not only in Iceland but internationally. A group that has not only had to endure indifference but has also been seen as a certain burden that rests on society as the individuals who belong to this group have long had to rely on the state's contribution to earn a living and it has been looked at as a definite problem over time what should be done with such people.
In 2018 a new legal act was passed that had the goal of implementing the CRPD. This thesis will investigate how successful that has been. The new act will be examined considering past legislations and international commitments. A special emphasis will be on “close involvement in decision-making” according to art. 4. of the CRPD and how it has been successful in assuring disabled people independent living according to art. 19. of the convention.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Takmörkun Mannréttinda.pdf | 724,37 kB | Lokaður til...01.01.2026 | Heildartexti |