is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40486

Titill: 
  • Afglæpavæðing neysluskammta : viðhorf lögreglumanna til afglæpavæðingar neysluskammta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Breytingar á lögum nr 65/1974 um ávana- og fíkniefni hafa verið mikið í umræðunni á síðustu misserum. Nýtt frumvarp hefur verið lagt fram um afglæpavæðingu neysluskammta, sem merkir að varsla fíkniefna til eigin nota verði ekki lengur refsiverð. Sú stefna sem gildir á Íslandi er refsistefna og samkvæmt viðhorfskönnunum sem hafa verið gerðar á afstöðu um afglæpavæðingu neysluskammta leiddi í ljós að Íslendingar telja fíkniefnabrot vera alvarlegustu brotin og ekki sé tímabært að afglæpavæða neysluskammta. Þrátt fyrir þann hóp sem telur núverandi stefnu vera að skila árangri og vill ekki sjá breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni er fjöldinn allur af fólki sem hlynntur er breytingum á vímuefnastefnunni og talar með afglæpavæðingu neysluskammta. Margir vilja því sjá mildari refsingu fyrir vörslu neysluskammts af fíkniefnum en sumir vilja fylgja núverandi hamlandi stefnu í þeirri trú um að hún beri meiri árangur. Í ritgerðinni verður vímuefnastefna íslenskra stjórnvalda reifuð, upphaf, aðdraganda og breytingar hennar. Í ritgerðinni er fjallað um nýja frumvarpið um afglæpavæðingu neysluskammta sem var nýverið lagt fram, refsistefnuna, vímuefnastefnu á alþjóðlegum grundvelli, skaðaminnkun, reynslu annara landa af breytingu á vímuefnastefnu og síðast en ekki síst viðhorfi lögreglumanna til afglæpavæðingar neysluskammta. Gerð var könnun á viðhorfi lögreglumanna til afglæpavæðingar neysluskammta og leiddi könnunin í ljós að um 29% svarenda er frekar eða mjög sammála að afglæpavæða ætti neysluskammta til eigin nota en mun fleiri eru á móti því eða 59% svarenda. 11% eru hlutlausir.
    Lykilhugtök: Afglæpavæðing, neysluskammtur, skaðaminnkun

  • Útdráttur er á ensku

    The introduced changes to the laws number 65/1974 on addictive and narcotic drugs have been much discussed lately. The introduced changes involve decriminalization of consumption dosages which means that possession of drugs for personal use will no longer be a criminal offense. Iceland has until this day followed the so called tough-on-crime policy and according to opinion polls about perspective to decriminalization of consumption dosages a number of Icelandic people think drug offenses are the most serious offenses and therefore this is not the right time to decriminalize consumption dosages. Despite the group that considers the current crime policy to be effective, a large number of people are in favour of changes to the drug policy and speak in favour of the decriminalization of consumption dosages. Many want to see a milder punishment for possession of drugs for personal use, while others want to follow the current restrictive policy believing that harsher punishments will be more effective. In this essay the history of the Icelandic government‘s drug policy will be discussed. The essay will discuss the changes that have been introduced regarding
    decriminalization of consumption doses, the penal policy, drug policies on an International basis, harm reduction, other countries‘ experience of changes in drug policy and last but not least the perspective of police officers to decriminalization of consumption dosages. A survey
    was conducted on the attitudes of police officers towards the decriminalization of consumption dosages, and the survey revealed that about 29% of respondents are in favour or/and strongly agree that consumption dosages should be decriminalized, 59% of respondents are against it and 11% were neutral.
    Keywords: Decriminalization, consumtion dose, harm reduction

Samþykkt: 
  • 17.2.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afglæpavæðing neysluskammta.pdf687,22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna