is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40487

Titill: 
  • Stytting háskólanáms með raunfærnimati : hversu raunhæft er að meta hæfni sem áunnist hefur á vinnumarkaði, til ECTS háskólaeininga, með það í huga að stytta nám til háskólagráðu á grunnstigi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um tilraunaverkefni sem fram fór við Háskólann á Akureyri þegar einstaklingur með 36 ára starfsreynslu sem blaðamaður, var metinn til raunfærni við Fjölmiðlafræðibraut háskólans. Um starfendarannsókn var að ræða þar sem höfundur skoðaði sjálfa sig, á sama tíma, í raunfærni-matsferlinu sem ráðgjafi og verkefnastjóri.
    Rannsóknarspurningin er eftirfarandi: Hversu raunhæft er að meta hæfni sem áunnist hefur á vinnumarkaði, til ECTS háskólaeininga, með það í huga að stytta nám til háskólagráðu á grunnstigi?
    Niðurstaða raunfærnimats blaðamannsins var mat upp á 72 ECTS einingar upp í BA gráðu sem telur 180 einingar, en þar sem engar reglur eru til innan háskólans um raunfærnimat til eininga, byggt á þeirri hæfni sem áunnist hefur af reynslu af vinnumarkaði, þurfti fjölmiðlafræðibrautin að styðjast við reglur matsnefndar félagsvísinda- laga- og sálfræðideildar sem til staðar eru og varða mat á fyrra námi til eininga. Samkvæmt þeim er aðeins heimilt að meta 1/3 náms eða 60 ECTS einingar því til þess að útskrifast frá Háskólanum á Akureyri þarf nemandi að hafa tekið 2/3 eininganna við skólann. Endanleg niðurstaða matsins er því 60 ECTS einingar sem blaðamaðurinn fékk skráðar í námsferilinn sinn þegar hann skráði sig í nám á fjölmiðlafræðbraut Háskólans á Akureyri.
    Styrkleikar og veikleikar þessa tilraunaverkefnis geta vonandi nýst sem hagnýt ráðgjöf til handa háskólastofnunum hér á landi sem hyggjast bjóða upp á raun-færnimat til styttingar háskólanáms í framtíðinni.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis describes a pilot project that took place at the University of Akureyri when an individual with 36 years of work experience, as a journalist, was assessed for Recognition of Prior Learning (RPL) at the Faculty of Media Studies. The RPL process will be presented here as a report on an action research project conducted by the author with the cooperation of the department of social studies at the University of Akureyri, as the author validated herself as a consultant and a project manager, in the whole process, during the pilot.
    The research question is as follows: Is Recognition of Prior Learning realistic in Icelandic Universities? Is it realistic to assess the competence acquired on the labour market for ECTS credits?
    The result of the journalist's RPL was an assessment of 72 ECTS credits towards a BA program that counts 180 credits, but since there are no rules at the university for RPL, based on the competence gained from experience in the labour market, the Faculty of Media Studies had to rely on rules for transfer credit evaluation at the Faculty of Social Sciences, Law and Psychology that exist and concern the evaluation of previous university studies for ECTS credits. According to them, only 1/3 of credits from other universities or 60 ECTS may be transferred, as a student who wants to graduate from the University of Akureyri, must have taken 2/3 of the credits towards the degree at the University of Akureyri. The final result of this assessment is therefore 60 ECTS credits that the journalist received as he enrolled in his study career when he signed up for the Media Studies program at the University of Akureyri.
    The strengths and weaknesses of this pilot project can hopefully be used as practical advice for higher education institutions in Iceland that intend to offer RPL for credits in the future.

Samþykkt: 
  • 17.2.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40487


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Soffía Gísladóttir MA ritgerð.pdf2,08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna