is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40492

Titill: 
 • Hlutverk leikskólastjóra við þróun sjálfbærnimenntunar í leikskólastarfi
 • Titill er á ensku A Headmasters' role in the development of sustainability education in preschool activities
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hlutverk leikskólastjóra í þróun skólastarfs til sjálfbærni og hvaða stjórnunar- og kennsluaðferðir þeir nota til þess að ná markmiðum sínum þegar kemur að sjálfbærnimenntun. Athugað var hvort stefna sveitarfélaganna hvað varðar menntun til sjálfbærni hafi áhrif á markmiðssetningu leikskólastjóra þegar kemur að því að innleiða menntun til sjálfbærni inn í skólastarf. Athyglinni var einkum beint að þeim áhrifum sem hlutverk leikskólastjórans er þegar kemur að þróun skóla til sjálfbærni og var þá sérstaklega horft til eftirfarandi þátta en þeir eru: a) forysta, b) áhrif lærdómssamfélagsins á þróun í skólastarfi, d) hlutverk leikskólastjóra í þróun skóla til sjálfbærni, e) dreifð forysta og teymisvinna.
  Verkefnið byggir á eigindlegri rannsókn en niðurstöðurnar byggja á viðtölum við sex leikskólastjóra sem hafa reynslu af innleiðingu menntunar til sjálfbærni. Niðurstöðurnar benda til þess að hlutverk leikskólastjóra við innleiðingu menntunar til sjálfbærni felst í dreifðri forystu og teymisvinnu. Með teymisvinnu stuðlar leikskólastjórinn að sameiginlegri sýn og samheldni innan skólans, skipuleggur starfsþróun, stuðlar að samstarfi við nærsamfélagið í þágu nemenda. Með þessa þætti að leiðarljósi höfðu leikskólastjórarnir jákvæð áhrif á þróun faglegs lærdómssamfélags.
  Í rannsókninni kom fram að stefna sveitarfélaganna hefur áhrif á markmiðssetningu leikskólanna við þróun skóla til sjálfbærni. Þeir leikskólastjórar sem tóku þátt í stefnumótun menntunar til sjálfbærni í sínu sveitarfélagi gekk betur við innleiðinguna með stuðningi og eftirfylgni frá aðilum innan sveitarfélagsins. Leikskólastjórar sem ekki voru upplýstir um stefnu sveitarfélagsins tóku þátt í Grænfánaverkefni Landverndar Skólar á grænni grein. Umgjörð verkefnisins nýttist þeim vel við markmiðssetningu og aðgerðaráætlun í þróun skóla í átt að sjálfbærni. Í rannsókninni kom fram að Grænfánaverkefnið er það verkefni sem styður hvað best við innleiðingu menntunar til sjálfbærni.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this research was to highlight the role of preschool principals in development of schoolwork towards sustainability and what management and teaching methods they use to achieve their goals when it comes to sustainability education. It was examined whether local government policies regarding education for sustainability influences the preschool principals ‘goals when it comes to implementing this type of education. Particular attention was paid to the impact of the preschool principal ‘s role in the development of schools for sustainability, with special reference to the following factors: a) leadership b) the impact of inclusive education on school development c) the role of principals in the development of schools for sustainability d) distributed leadership and teamwork.
  The project is based on qualitative research, but the results are based on interviews with six preschool principals who have experience in implementing education for sustainability. The results indicate that the role of preschool principal in the implementation of education for sustainability consist of distributed leadership and teamwork. Through teamwork, the preschool principal promotes a common vision and cohesion within the school, organizes career development and promotes collaboration with the local community for the benefit of the students. With these factors in mind, preschool principals had a positive impact on the development of a professional learning community.
  The study showed that the municipal policy influences the kindergartens ‘goal setting in developing schools for sustainability. The preschool principals who took part in creating education strategy for sustainability in their municipality were more successful in implementing it with support and follow-up from parties within the community. Preschool principals, who were not informed of the municipality ‘s policy, participated in the Green Flag´s project „Schools on a green branch “. The framework of the project was useful to them when setting goals and action plans in the development of schools towards sustainability. The study showed that the Green Flag’s project is the project that best supports the implementation of education for sustainability.

Samþykkt: 
 • 21.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40492


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaGínaAagestad.pdf790.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf278.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF