is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40493

Titill: 
 • Ofbeldi og einelti gagnvart kennurum í starfi : þegar gerandinn er nemandi eða foreldri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er 10 eininga lokaverkefni til B.A prófs í Uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Tilgangur ritgerðarinnar er sá að opna betur umræðuna um birtingamyndir þess ofbeldis og eineltis sem kennari kann að verða fyrir í starfi sínu þegar gerandinn er
  nemandi eða foreldri. Gerð var stutt formleg könnun á vefsíðum tíu grunnskóla, þar sem höfundur leitaði eftir upplýsingum um áætlanir og verkferla gagnvart einelti kennara, sem skólinn hefði sér til hliðsjónar og nýtir sér til stuðnings ef upp kæmu slík mál innan skólans. Á vefsíðu Kennarasamband Íslands má finna upplýsingar um verkferla sem snúa að einelti og ofbeldi gagnvart kennurum. Þessir verkferlar eru ætlaðir stjórnendum og kennurum, skólastofnana sér til stuðnings ef upp koma slík vandamál. Það virðist svo vera að á flestum þeirra vefsíðna sem höfundur ritgerðarinnar heimsótti hafi ekki búið yfir þessum mikilvægu
  upplýsingum. Meira gagnsæi og umræða um þessi mál gætu mögulega orðið þýðingarmikill þáttur í því að draga úr því og/eða reyna að koma í veg fyrir einelti og ofbeldi gagnvart kennurum. Með því að gera upplýsingar um hverjar birtingarmyndur ofbeldis og eineltis gagnvart kennurum og kynna þá verkferla sem eru til staðar í skólunum lendi kennari í slíku
  er stigið skref í þá átt að viðurkenna að slíkt ofbeldi á sér stað og að skýrt sé að tekið sé á því.

Samþykkt: 
 • 21.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40493


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-LokaritgerðLokaSkil.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlýsingAdal..pdf1.12 MBLokaðurYfirlýsingPDF