Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40495
Góð samskipti milli heimilis og leikskóla skipta miklu máli upp á þroska barna. Samskiptaleiðir sem í boði eru, eru þó nokkrar og má þar nefna samskipti í forstofum leikskólanna, foreldraviðtöl, samtöl í gegnum síma eða vefpóst og svo samskiptaforrit ætluð leikskólum. Vistfræðikenning Bronfenbrenners snýr að umhverfisþáttum sem hafa áhrif á þroska barna en samskipti og samskiptaleiðir eru þar á meðal. Lög um leikskóla nr. 90/2008 kveða á um hvernig samskiptum skal háttað á milli heimilis og leikskóla. Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 segja til um hvernig skal vinna með persónuupplýsingar einstaklinga á sem öruggastan máta. Leikskólar vinna einnig eftir aðalnámskrá leikskóla í leik og starfi með börnum ásamt því að þar eru leiðbeiningar um hvernig samskiptum skal háttað á milli heimilis og leikskóla. Af þeim samskiptaleiðum sem rætt var um í þessu lokaverkefni voru samskiptaforritin Karellen og Vala skoðuð sérstaklega, hvaða möguleika þau bjóða upp á fyrir notendur og hvernig þau virka, hvernig þau taka mið af lögum um persónuvernd og hvernig þau tengjast vistfræðikenningu Bronfenbrenners.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Verkefni_BryndísSteinþórsdóttir.pdf | 399.55 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Lokaverkefni_Yfirlýsing_BryndísSteinþórsdóttir.pdf | 181.99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |