Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40498
Ástæða þessa verkefnis er tvíþætt. Annars vegar vill höfundur auðga myndlistarkennslu á grunnskólastigi með gjörningalist að vopni og hins vegar leggja áherslu á mikilvæga fræðilega þætti sem styðja við gjörningalist í skólastarfi. Eftir veru á vettvangi og eftir að hafa setið gjörninganámskeið sumarið 2020 sá höfundur ástæðu til þess að hafa gjörningalist sem leiðarljós þessa verkefnis þar sem lítið er um fræðslu á listforminu í grunnskólum. Grunnþættir sköpunar og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða í forgrunni með bók eftir listamennina Guillermo Gómez-Peña og Roberto Sifuentes sem ber nafnið Exercises for Rebel Artists: Radical performance pedagogy til hliðsjónar sem leggur áherslu á jafnrétti kynja og kynþátta. Markmið þessa verkefnis er að styrkja raddir ungs fólks í gegnum listformið og hefur það sýnt sig og sannað að rödd unga fólksins skiptir máli og vill höfundur gefa henni aukinn vettvang í skólastarfi. Niðurstöður benda til þess að listformið valdefli nemendur og gefi þeim aukin tækifæri til að rýna í menningu og samfélag á gagnrýninn og skapandi hátt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Möguleikar gjörningalista í sjónlistum í grunnskóla.pdf | 481.39 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð verkefnis rétt.pdf | 196.26 kB | Lokaður | Yfirlýsing |