is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40499

Titill: 
  • Efling foreldrafærni meðal foreldra á flótta (SPARE) : viðtöl við foreldra, tilvísendur og menningarmiðlara á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Foreldrar á flótta eru undir miklu álagi og streitu sem getur haft slæm áhrif á foreldrafærni þeirra. Mikilvægt er að gripið sé inn í og foreldrar og börn þeirra fái viðeigandi aðstoð við að aðlagast nýrri menningu og samfélagi. Strengthening Parenting Among Refugees in Europe (SPARE) er meðferðarúrræði sem verið er að þróa og byggir á gagnreynda meðferðarúrræðinu Parent Management Training – Oregon aðferð (PMTO). SPARE er tilraunaverkefni sem fer fram í fjórum Evrópuríkjum, Íslandi, Noregi, Danmörku og Hollandi. Þessi lönd hafa mikla reynslu af innleiðingu gagnreyndra úrræða eins og PMTO. Þó tilraunaverkefnið fari eingöngu fram í þessum fjórum löndum þá er langtímamarkmiðið að önnur Evrópuríki geti einnig nýtt það til þess að aðstoða flóttafólk við að draga úr aðlögunar- og hegðunarvanda barna sinna. Markmið rannsóknarinnar er að skoða reynslu foreldra af SPARE úrræðinu, hvernig þátttakendur voru valdir í það og hvert hlutverk menningarmiðlara er í úrræðinu. Þátttakendur voru 28 foreldrar í tveimur hópum sem lokið höfðu 12 vikna SPARE námskeiði. Rannsóknin var eigindleg með fyrirbærafræðilegri nálgun og þemagreiningu. Niðurstöður voru mjög jákvæðar gagnvart úrræðinu og voru foreldrar vissir um að þeir myndu nýta sér verkfærin. Þessar niðurstöður ættu að nýtast þeim sem sjá um SPARE úrræðið bæði hér á Íslandi og erlendis til þess að meta hvort úrræðið sé góður kostur fyrir foreldra á flótta. Niðurstöður gefa einnig mikilvægar upplýsingar um hlutverki menningarmiðlara og það ferli sem fram fer við val á foreldrum til þátttöku í SPARE hópum.

  • Útdráttur er á ensku

    Refugee parents are under a great deal of stress which can affect their parenting skills. It is important that parents and their children receive appropriate support in adapting to a new culture and society. Strengthening Parenting Among Refugees in Europe (SPARE) is an intervention that is being adapted and further developed and is based on the evidence-based intervention Parent Management Training – Oregon model (PMTO). SPARE is a pilot project which takes place in four European countries, Iceland, Norway, Denmark, and the Netherlands. These countries have extensive knowledge and great deal of experience in implementing evidence-based interventions like PMTO. Their involvement in the SPARE project is therefore invaluable. The long-term goal is for SPARE to be accessible in other European countries to help refugee parents reduce their children's adjustment and behavioral problems. The aim of the study is to examine parents' experience of the SPARE project, the process of selecting parents for the project and to examine the role of link workers. Participants were 28 parents, split into two groups, who completed a 12-week SPARE course. The study is qualitative, using a phenomenological approach and thematic analysis. The results were positive for the SPARE project and parents reported they would use the tools in the future. The results are useful for developers and implementers of the SPARE project, both here in Iceland and abroad. They help with assessing whether the project is a good option for refugee parents, as well as the role of link workers and the process of selecting parents for the intervention.

Samþykkt: 
  • 21.2.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_GuðbjörgIM-.pdf798.43 kBLokaður til...01.02.2024HeildartextiPDF
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_GIM.pdf293.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF