is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40500

Titill: 
  • Það er leikur að læra, úti : greinagerð um útikennslu og verkefnabanki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni verður fjallað um útikennslu og útinám, tengsl þeirra við aðalnámskrá grunnskóla og grunnþætti menntunar. Því næst verður munurinn á útikennslu og útinámi skilgreindur. Farið verður yfir tengsl kenninga þriggja þekktra fræðimanna, John Dewey, Jean Piaget og Lev Vygotsky við aðferðir útikennslu og útináms, auk þess sem vitnað er í rannsóknir sem styðja við hugmyndir þess að nemendur hagnist á þessum aðferðum. Með þessari greinargerð fylgir verkefnabanki með 28 verkefnum sem nýta má í útikennslu. Verkefnin eru af ýmsum toga og tengjast flestum fögum sem kennd eru í grunnskólum landsins. Hægt er að útfæra þau á marga vegu, samþætta við fleiri eða færri námsgreinar en stungið er upp á gera þau erfiðari eða auðveldari, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Það má hafa þau sem þemaverkefni til lengri tíma, en einnig í 80 mínútna kennslustund. Þá fylgja hverju verkefni hæfniviðmið, leiðbeiningar um útfærslu og hugmynd að námsmati. Verkefnabankinn er hugsuð sem nokkurs konar verkfærasafn fyrir þann sem langar að kynna sér útikennslu og útinám og nýta sér.

Samþykkt: 
  • 21.2.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40500


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.jpg75.51 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Lokaritgerðin.pdf885.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna