Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40502
Í þessu verkefni er starf þriggja tónmenntakennara skoðað í þeim tilgangi að greina hvaða aðferðum kennararnir beita í sinni kennslu. Rýnt er í aðalnámskrár og þau fræði sem fjallað hafa um tónmenntakennslu á Íslandi ásamt stuttri umfjöllun um erlenda frumkvöðla í tónmenntakennslufræðum. Heimsóttir voru þrír tónmenntakennarar og fylgst með starfi þeirra í einn dag. Mikið og fjölbreytt starf fer fram í tónmenntastofunum dag hvern og voru kennararnir sem heimsóttir voru sammála um að gleði og áhugi kennarans skipti sköpum fyrir farsæld í starfi. Verkefnið var unnið í þeim tilgangi að veita innsýn inn í starf tónmenntakennarans og þær áskoranir sem þeir takast á við í starfi sínu. Niðurstöður sýna fjölbreyttar áherslur í kennslustofunni. Kennsluaðferðirnar voru fjölbreyttar og þar má nefna sjálfstæða sköpun, skipulagt samspil og söngstundir. Ákveðnir þættir höfðu þó áhrif á hvaða kennsluaðferðum var beitt í hverjum skóla fyrir sig. Þeir þættir voru aldur og stærð nemendahópana, bakgrunnur kennarana, starfsaðstæður og aðbúnaður þeirra. Allir kennararnir unnu að miklu leyti eftir bekkjarnámskrá sinna skóla sem var tengd við hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing B-Ed Hjördís Rós Egilsdóttir.jpg | 60.87 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
Hvað gerir tónmenntakennari Hjördís Rós .pdf | 536.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |