Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40503
Þessi ritgerð segir frá rannsókn sem byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð og fjallar ítarlega um hugmyndafræði og framkvæmd á stefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í reynslu kennara af hugmyndafræðinni Uppeldi til ábyrgðar ásamt því að varpa ljósi á hvaða leiðir eru farnar við innleiðingu til að stefnan verði sjálfbær í starfi skóla. Rannsóknin fólst í viðtölum við tvo kennara og skólastjóra sem hafa reynslu af hugmyndafræði stefnunnar og innleiðingu hennar. Helstu niðurstöður eru þær að samkvæmt viðmælendum hefur stefnan jákvæð áhrif á bæði nemendur og starfsfólk. Agamál í skólanum voru nánast úr sögunni eftir að stefnan var sett á. Hins vegar krefst innleiðing Uppeldi til ábyrgðar mikils aga, tíma og stýringar. Æskilegt er að í skóla sé stofnaður ákveðinn stýrihópur skipaður af starfsfólki skólans til að sjá um innleiðingu stefnunnar. Það er í umsjón stýrihópsins að starfsfólk fái fræðslu og námskeið um Uppeldi til ábyrgðar. Einnig er mikilvægt að sambærilegur hópur sé starfandi eftir að innleiðingu lýkur til að hafa eftirlit með stefnunni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlysing.skemman..pdf | 175.47 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Hugrun.Yr.BA-verkefni.UTA.pdf | 1.15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |