Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40504
Í þessari ritgerð skoða ég í víðu samhengi hvernig áhrif heimsfaraldurinn Covid-19 hefur á stöðu lýðræðis og mannréttinda. Heimurinn fer minnkandi vegna alþjóðavæðingar og við erum öll þátttakendur í þessum atburð, líf milljarða manna hefur tekið gríðarlegum breytingum á stuttum tíma og ekkert lát virðist vera á innleiðingu nýrra laga og reglugerða sem skerða borgaraleg réttindi almennings. Tilgáta höfundar er sú að þróunin sem er að eiga sér stað sé mikið áhyggjuefni fyrir framtíð lýðræðis og mannréttinda og að verið sé að ganga lengra í valdbeitingu en þörf er á til verndar lífi og heilsu almennings. Aukið eftirlit með borgurum í formi rafrænna Covid „heilsupassa“ og flokkun og útilokun hópa á grundvelli bólusetninga er ekki síður áhyggjuefni þegar kemur að mannréttindum. Rannsóknarspurningin sem leitast verður við að svara er: Hafa skerðingar á athafnafrelsi fólks í sóttvarnarskyni brotið gegn mannréttindum?
Ástandið verður greint út frá kenningum og hugtökum félagsvísinda með áherslu á þær lýðræðislegu og siðferðilegu áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir þegar kemur að mannréttindum á þessum skrítnu tímum. Við gagnaöflun og greiningu verður stuðst við frumheimildir og vísindagreinar tengdar viðfangsefninu, ásamt umfjöllun úr fjölmiðlum. Raundæmi verða skoðuð og samtímaheimildir af netinu sem eru nauðsynlegar til að greina hvað er að gerast í samfélaginu á hverjum tímapunkti. Hugtökin sem unnið verður með eru meðal annars: Mannréttindi, lýðræði, siðferði, upplýsingastjórnun, upplýsingaóreyða, eftirlitssamfélag, og vald.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Berta Finnbogadóttir_BA lokaverkefni.pdf | 1,64 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |