is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40505

Titill: 
 • Í mörg horn að líta : fagurfræðilegar uppeldishugmyndir með alþjóðlegt sjónarhorn
 • Titill er á ensku From a wide angle : aesthetic education in an international perspective
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að benda á það mikilvæga hlutverk sem heimspekileg myndlistarkennsla getur haft um að sinna fagurfræðilegu uppeldishlutverki. Um er að ræða vitsmunalegan þátt sem vanalega er ekki tengdur við list- og verkgreinakennslu. Ritgerðin styðst við heimspekilegar uppeldishugmyndir sem sóttar eru til þýska skáldsins Friedrichs Schiller og síðan þriggja samtímaheimspekinga þeirra Mörthu Nussbaum, Peters Kemp og Kristjáns Kristjánssonar sem leggja áherslu á alþjóðlegt sjónarhorn í sinni menntahugsjón og tengist því sem er sammannlegt.
  Rannsóknin er í tvíþætt. Fyrst er um að ræða menningarsögulega greinargerð þar sem gengið er út frá ritinu Um Fagurfræðilegt uppeldi mannsins eftir Schiller og þær menntahugmyndir sem voru í mótun á hans tíma, síðan er sviðið fært yfir á samtímaheimspekinga og það mikilvægi sem heimspeki og listir hafa í menntamálum samtímans. Seinni hlutinn er um það hvernig hægt er að tengja heimspekilega myndlistarkennslu við þá strauma sem getið er í fyrri hlutanum. Þar er leitast við að sýna dæmi sem geta birt þau fjölbreyttu sjónarhorn sem heimspekilegu uppeldisfræðingarnir fjórir tefla fram.
  Vonast er til að dæmin sem tekin eru sýni fram á að heimspeki tengd myndlistarkennslu geti uppfyllt það hlutverk sem hver um sig heimspekingurinn setti á oddinn. Þar eru myndefni sótt í ólík heimshorn til að sýna að hægt er að tengja uppeldishugmyndir heimspekinganna við hin fjölbreytilegustu viðfangsefni.
  Höfundur telur að brýn þörf sé á slíkri tengingu uppeldisheimspeki við vitsmunalegt hlutverk í listkennslu. Hann telur í raun að hér geti myndlistin fyllt upp í eyðu í menntakerfi samtímans.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this paper is to point out the important role that philosophical art tuition can play in an aesthetic education. This is an intellectual factor usually not associated with practical or art tuition. The paper uses philosophical ideas on education found in the works of Friedrich Schiller and three contemporary philosophers who emphasise an international point of view in their educational ideas and relates to the universally human.
  The study is in two parts. The first half is a culture-historical analysis using Schiller´s On the Aesthetic Education of Man and the educational ideas that were being formed during his lifetime as a point of departure. The focus is then transferred to contemporary philosophers and the importance of philosophy and the arts in contemporary education. The second half covers possibilities of connecting philosophical art tuition to the currents of thought mentioned in the first half. The aim is to demonstrate examples that illustrate the varied angles presented by different pedagogues.
  The chosen examples are intended to demonstrate that philosophy in connection with art tuition can fulfill the role prioritised by each philosopher. Material is gathered from different parts of the world to show that the educational ideas of these philosophers may be brought into connection with many different topics.
  The author considers such an association of philosophical pedagogy with an intellectual role in art tuition to be of the utmost importance. It is his opinion that art has the potential to fill a gap in the educational system of our time.

Samþykkt: 
 • 21.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40505


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jón Thoroddsen - Í mörg horn að líta.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf171.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF