is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40509

Titill: 
  • Hjólað í frístundastarfi : greinagerð og bæklingur um hvernig setja á upp hjólaklúbb í frístundastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni samanstendur af tveimur þáttum. Annar vegar er það fræðileg greinagerð og hins vegar er það bæklingurinn Hjólað í frístundastarfi. Markmiðið með bæklingnum er að auðvelda leiðbeinendum að setja saman hjólaklúbb í frístundastarfi. Í þessari greinagerð mun ég rökstyðja af hverju útinám og útivist er mikilvægt í lífi barna og hver ávinningurinn af því er. Ég mun einnig fara í mikilvægi hreyfingar og útskýra hvernig bæklingurinn getur aukið þessa tvo hluti í frístundastarfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að útivera barna hafi góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Útivera styrkir tengingu barna við náttúruna og þau læra að bera virðingu fyrir henni. Þetta hefur góð áhrif á börnin og ekki síður náttúruna sjálfa. Börn sem bera virðingu fyrir náttúrunni eru líklegri til að berjast fyrir umhverfisvernd og gegn loftlagsbreytingum. Útivera og hreyfing haldast einnig í hendur. Börn hreyfa sig meira þegar þau eru úti en inni. Hreyfing er talin mikilvæg fyrir heilsu okkar og því mikilvægt að hvetja börn til að hreyfa sig. Virkur ferðamáti er ein leið til að fá börn til að hreyfa sig og þar koma hjólreiðar sterkt inn. Ég tel að bæklingurinn Hjólað í frístundastarfi geti ýtt undir það að hjólreiðar séu nýttar í frístundastarfi og þannig hvatt börnin til að hreyfa sig og vera úti.

Samþykkt: 
  • 21.2.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjólað í Frístundastarfi - Margrét_loka.pdf453.24 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Hjólað í frístund (1).pdf8.92 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf178.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF