Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40510
Samfélagsmiðlanotkun hefur aukist og þróast mikið undanfarin ár. Hefur þessi þróun sem orsakast bæði af þróun samfélagsmiðlanna sjálfra og hugbúnaðar þeirra og þróun snjalltækja sem gerir það af verkum að fólk er sítengt þar sem það hefur þessi tæki ávallt við höndina. Áhrif samfélagsmiðlanotkunar eru farin að segja til sín og eru fræðimenn farnir að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Í þessari ritgerð er gerður samanburður á niðurstöðum rannsókna sem sýna að áhrif af samfélagsmiðlanotkunar eru umtalsverð, en birtingaform þeirra getur verið ólíkt eftir notendum. Fram kom að kvíði, stress og þunglyndi helst mikið í hendur við notkun samfélagsmiðlanna. Einnig sýndu niðurstöður að sjálfsdýrkun, lágt sjálfsmat, FOMO og NOMOPHOBIA væru í tengslum við ofnotkun samfélagsmiðla. Mikil notkun samfélagsmiðla getur leitt til fíknar og sýna niðurstöður rannsóknanna að samfélagsmiðlafíkn er orðið vandamál hjá sumum í notandahópi samfélagsmiðla.
Alþjóðaskilgreiningu vantar á samfélagsmiðlafíkn svo hægt sé að taka betur á þeim vandamálum sem tengjast henni, bæði fyrir notendur og samfélagið í heild sinni. Samfélagsmiðlafíkn er nú ört vaxandi vandamál um allan heim. Betra aðhalds er þörf hvað varðar reglugerðir og uppsetningu samfélagsmiðla. Almennt eru rannsóknirnar á sama máli um að samfélagsmiðlafíkn sé stækkandi vandamál og niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að grípa þurfi til aðgerða, forvarnarstarfs og hanna þurfi alþjóðamælikvarða svo hægt sé að meta alvarleika málsins og þróa aðferðir til greiningar og meðferða við samfélagsmiðlafíkn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Petrea Finnsdóttir_BA_Ritgerð.pdf | 1.11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |