Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40511
Börn hafa mikla hreyfiþörf. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi hreyfingar í námi og þroska ungra barna. Í þessari ritgerð verður leitast við að varpa ljósi á gildi hreyfingar í námi og þroska ungra barna. Þar að auki verður fjallað um leiðir sem leikskólakennarar geta farið til að stuðla að markvissri hreyfingu. Til grundvallar liggur rannsóknarspurningin: „Hvernig getur hreyfing ýtt undir nám og þroska ungra barna?“ Ritgerðin byggir á fræðilegum heimildum og fyrri skrifum um þetta efni. Rannsóknir benda til, að markviss hreyfing geti ýtt undir helstu þroskaþætti barna, svo sem líkams- og hreyfiþroska, vitsmunaþroska, málþroska, sem og félags- og tilfinningaþroska. Auk heldur stuðlar hreyfing að bættri heilsu og vellíðan barna. Börn á Íslandi eyða stórum hluta dagsins í leikskólum og því er mikilvægt að leikskólakennarar finni leiðir til að stuðla að því að börn fái tækifæri til að njóta þess ávinnings sem fylgir hreyfingu. Af því leiðir að leikskólakennarar þurfa að finna leiðir sem hvetja börn til markvissrar hreyfingar í daglegu starfi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hreyfing ungra barna - María Birkisdóttir.pdf | 437.48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 167.37 kB | Lokaður | Yfirlýsing |