Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40512
Ritgerð þessi er umfjöllun um helstu fæðubótarefni sem notuð eru í tengslum við íþróttir. Þessi umfjöllun ætti að nýtast bæði íþróttamönnum og almenningi sem eru að nota eða hyggjast nota fæðubótarefni til þess að bæta árangur sinn í íþróttum á einhvern hátt. Fjöldi rannsókna var skoðaður til þess að kanna ágæti þeirra efna sem fjallað er um. Sum efni hafa verið meira rannsökuð en önnur. Sum efni eru talin bæta frammistöðu í íþróttum en önnur ekki og sum efni eru ekki nógu mikið rannsökuð til þess að hægt sé segja til um það. Kreatín og koffín eru líklega mest rannsökuðu efnin sem fjallað er um og eru þau bæði talin bæta frammistöðu í íþróttum á einhvern hátt. Síðan eru önnur efni eins og t.d. tárín og karnitín sem eru minna rannsökuð og/eða hafa lítil áhrif á frammistöðu í íþróttum skv. þeim rannsóknum sem skoðaðar voru. Ekki er til mikið magn af heildstæðri umfjöllun um helstu íþróttafæðubótarefni á íslensku á vefnum og ætti þessi umfjöllun því að nýtast vel.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fæðubótarefni og áhrif þeirra á íþróttaiðkun-ÓlafurJónsson1.pdf | 500.32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_lokaverkefni1.pdf | 259.51 kB | Lokaður | Yfirlýsing |