is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40513

Titill: 
 • "Nú er ég komin tilbaka": hreyfing kvenna eftir barnsburð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Konur sem að upplifa meðgöngu og fæðingu ganga í gegnum margvíslegar líkamlegar – og andlegar breytingar. Nálgun kvenna að hreyfingu eftir barnsburð hefur lengi verið konum vafamál. Algengt er að mæður eigi erfitt með að meta eigið líkamsástand ásamt því að hreyfimynstur þeirra breytist. Fyrstu skrefin aftur að hreyfingu geta verið þeim flókin og því er mikilvægt fyrir fagaðila eins og þjálfara sem að hafa sérhæft sig í þjálfun nýbakaðra mæðra, að skilja hvað hvetur þær áfram og hvaða þættir hindri þær til hreyfingar.
  Stuðst var við eigindlega rannsóknarðaðferð en tekin voru viðtöl við fimm rýnihópa, eða samtals 20 mæður sem að höfðu átt barn á síðastliðnu ári. Mæðurnar stunduðu allar einhverskonar hreyfingu fyrir meðgöngu en í mismiklum mæli. Aðferðin hentaði vel til þess að framkalla umræður og sameiginlega og gagnstæðar upplifanir mæðrana.
  Rannsóknin sýndi fram á að breyttar aðstæður kölluðu fram breytt hreyfimynstur mæðrana og að andleg og líkamleg líðan þeirra getur spilað stór hlutverk í því hvort að þeim líði nægilega vel til þesss að stunda hreyfingu, og einnig í félagslegu umhverfi. Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós væntingar mæðrana til þjálfara en eiginleikar á borð við kyn, menntun, skilningur og hvort að þjálfarinn væri foreldri vor þætti sem að voru þeim mikilvægir. Þjálfarar sem að annast mæður á þessu tímabili þurfa því ekki aðeins að vera meðvitaðir um líkamlegar breytingar og sýna fram á aðlögunarhæfni með þekkingu sinni heldur einnig skilning og nærgætni á þeirra líkamsástandi, aðstæðum og líðan.

 • Útdráttur er á ensku

  Women who experience pregnancy and childbirth go through a variety of physical and mental changes. Women have found it challenging to approach postpartum exercise and accessing their own physical condition, along with changed exercise pattern. The first steps to postpartum exercise can be complicated and therefore it is important for coaches, who have specialized in coaching new mothers, to understand the factors that motivate them and what barriers they face when it comes to exercise.
  The research was supported with a qualitative method. Interviews were conducted with five focus groups, or a total of 20 mothers who had given birth in the past year. All participants engaged in some kind of physical activity before and during pregnancy. The method allowed discussion between participants where they found a common ground to share similar or opposite experiences.
  The study showed changed exercise behaviour was followed by changed circumstances amongst the mothers as well as showing how physical and mental well-being can play a significant role in weather or not new mothers take part in exercise, especially in a social environment. The results also revealed the mother’s expectations in a coach in the postpartum phase. Gender, education, understanding and wether or not the coach was also a parent were traits that the mothers found important. Coaches who guide women back to exercise in this phase in their lives need to be aware of physical changes and demonstrate adaptability through their knowledge, but also to understand and be considerate towards their physical condition, changed circumstances and their well-being.

Samþykkt: 
 • 21.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TinnaRunSvansdottir_BS_lokaverk..pdf628.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna