is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40516

Titill: 
  • Hafa hagsmunir barna í umgengnis/tálmunarmálum alltaf forgang?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda, það á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varðar og taka þarf réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska. Þegar taka á ákvarðanir um börn þurfa hagsmunir barns ávallt að hafa forgang. Þetta kemur fram í 1. gr. og 1. gr. a. barnalaga nr. 76/2003, einnig er minnst á rétt barns til að tjá sig um sín eigin mál í 43. gr. barnalaganna og 12. gr. barnasáttmálans. Í 5. gr. laga um breytingu á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994 er talað um að þó svo hjón njóti jafnréttis í málum tengdum börnum sínum, þá komi það ekki í veg fyrir að ríki geri nauðsynlegar ráðstafanir vegna hagsmuna barna. Í málum þar sem foreldrar deila um umgengni, lögheimili og forsjá barns þar sem jafnvel umgengnistálmun hefur verið viðhöfð, gleymist oft þessi áhersla á að hagsmunir barnsins eigi ávallt að hafa forgang. Þegar foreldrar ná ekki að leysa úr þessum ágreiningi sjálfir, geta þeir leitað til sýslumanns eða dómstóla og farið fram á þvingunarúrræði. Skilyrði fyrir því að slíkt sé tekið til greina er að sáttameðferð hafi farið fram um helstu ágreiningsefni og að slík meðferð hafi ekki borið árangur. Þvingunarúrræði vegna umgengnistálmunar eru dagsektir, fjárnám fyrir dagsektum og aðför. Barnavernd getur þurft að hafa afskipti af slíkum málum, búi barn við óviðunandi aðstæður, sæti illri meðferð o.fl., en sama hvort um er að ræða foreldra, sýslumenn, dómstóla eða barnavernd þá þurfa allir þessir aðilar ávallt hafa hagsmuni barns í fyrirrúmi. Umboðsmaður Alþingis hefur svo eftirlit með því hvort stjórnvöld hafi að leiðarljósi hvað barni sé fyrir bestu í málum barna, s.s. barnaverndar-, forsjár- og umgengnismálum. Umboðsmaður barna vinnur einnig að því að bæði stjórnvöld og einstaklingar taki fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna, setur fram ábendingar og tillögur um úrbætur á öllum sviðum samfélagsins o.fl. Hann tekur ekki til meðferðar ágreining milli einstaklinga, en ber að leiðbeina aðilum um leiðir innan stjórnsýslunnar fyrir slík mál. Tillögur um breytingar á lögum varðandi þvingunarúrræði og umgengnistálmanir hafa undanfarið verið til skoðunar. Frumvarp hefur verið sett fram en ekki enn verið samþykkt og eru flestir þeir sem hafa með mál barna að gera mótfallnir því að gera umgengnistálmun refsiverða. Varðandi barnalög, umgengni og þvingunarúrræði hefur verið litið til laga og reynslu á hinum Norðurlöndunum.

Samþykkt: 
  • 21.2.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40516


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristinOskFreysdottir_BS_lokaverk.pdf453.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna