is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40518

Titill: 
 • Hvernig er hægt að bæta réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum?
 • Titill er á ensku How to improve legal status of survivors of sexual offence cases?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um málaflokkinn kynferðisbrot út frá skilgreiningum, tölfræði, rannsóknum og löggjöf, sem og rétt brotaþola í réttarvörslukerfinu. Unnið er út frá rannsóknarspurningunnni Hvernig er hægt að bæta réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum?
  Skoðað er hvernig réttarstöðu brotaþola er háttað skv. íslenskri löggjöf og hvaða skuldbindingar hvíla á Íslandi skv. þjóðaréttarsamningum. Níu konur töldu Íslenska ríkið hafa brotið á réttindum sínum við meðferð máls þeirra, og lögðu fram kæru til mannréttindadómstóls Evrópu. Voru við rannsókn þessa tekin viðtöl við tvo af brotaþolum þeirra mála þar sem þær ræddu meint brot ríkisins á réttindum sínum, afleiðingar þess og þær breytingar sem þær vilja sjá á ferlum og vinnubrögðum lögreglu og ákæruvalds þegar kynferðisbrot og annað ofbeldi er rannsakað og kært.
  Brotaþolar sem verða fyrir kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi eða áreitni þurfa á sérstakri vernd að halda innan réttarkerfisins, og eru konur af erlendum uppruna og börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Helst er í ritgerðinni fjallað um þá vernd og réttarúrræði sem brotaþolum kynferðisbrotamála býðst, s.s. réttargæsla, túlkaþjónusta og réttarbætur. Fjallað er um að víkka þurfi heimild til réttargæslu og tryggja að réttur fólks falli ekki niður við klofning máls, aukna túlkaþjónustu að því hvað varðar að fá aðgang að gögnum máls síns á öðru tungumáli en Íslensku og hvort leiðbeina þurfi brotaþolum betur um rétt sinn til bóta, þ.e. að leiðbeiningarskyldu sé sinnt við að kynna brotaþolum rétt sinn til bóta ef mál er látið niður falla. Einnig er fjallað um þá stöðu brotaþola að eiga ekki aðild að máli sínu og hvort lögreglu og ákæruvaldi sé heimilt að fella mál niður í málum sem sönnunargögn liggja fyrir í, og svipta brotaþola þar með rétti til sönnunarfærslu fyrir dómi.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is about the issue of sexual offenses based on definitions, statistics, research and legislation, as well as the rights of victims in the justice system. The work is based on the research question How to improve legal status of survivors of sexual offence cases?
  The thesis examines how the legal position of the victim is structured according to the law, Icelandic legislation and the obligations Iceland is bound by according to international agreements. In cases of nine women the Icelandic state may have violated their rights in the handling of their case, and they filed a complaint to the European Court of Human Rights. In this thesis two of the victims of the cases were interviewed. They discussed the alleged violation of the state's rights, the consequences and the changes they want to see in the processes and working methods of the police and prosecution when sexual offenses and other violence crimes are investigated and prosecuted.
  Victims of gender-based or sexual violence or harassment need special protection within the justice system, and are women of foreign origin and children in a particularly vulnerable position. This thesis is mainly about the protection and legal remedies offered to victims of sexual offenses. It discusses the need to extend the power of law enforcement and ensure that people's rights do not lapse in the event of a split in a case, increased interpreting services in terms of gaining access to their case data in a language other than Icelandic and whether victims need better guidance on their right to compensation, such as that the duty of guidance is fulfilled in informing victims of crime their right to compensation if a case is dropped. It also discusses the position of victims of non-participation in their case and whether the police and the prosecuting authority are allowed to dismiss cases in cases in which evidence is available, thereby depriving the victim of the right to present evidence in court.

Samþykkt: 
 • 21.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristinThoraJonsdottir_BS_Lokaverk.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna