Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40520
Staðalímyndir, fordómar og öráreitni eru hugtök sem lært er um í þroskaþjálfanámi og hugtök sem fatlaðir einstaklingar upplifa frá samfélaginu, hvort sem þeim er beitt meðvitað eða ómeðvitað. Markmið ritgerðarinnar er að sjá hvaða skilning fólk hefur á hugtökunum og hvernig hugtökin birtast í daglegu lífi fatlaðs fólks. Leitast verður eftir svörum við rannsóknarspurningunni: Eru samfélagsleg viðhorf til fatlaðs fólks enn undir áhrifum af læknisfræðilega sjónarhorninu? Aðferðafræði eigindlega rannsókna var notuð og var notast við spurningarkönnun á netinu. Niðurstöður gefa í skyn að samfélagsleg viðhorf til fatlaðs fólks séu enn gamaldags og í anda læknisfræðilegra sjónarhornsins, að staðalímyndir og fordómar byggi á að fatlað fólk geti ekki gert neitt sjálft og að öráreitni sé stanslaus í garð fatlaðs fólks.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni-yfirfarið.pdf | 482.68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
MENNTAVISINDASVID.pdf | 335.69 kB | Lokaður | Yfirlýsing |