is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40522

Titill: 
  • Hverjir teljast sem fjölskyldu- og trúnaðaraðilar í kynferðisbrotum gegn börnum í skilningi 200. og 201. gr. alm. hgl. nr. 19/1940?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um kynferðisbrot gegn börnum af hálfu fjölskyldu- og trúnaðaraðila. Dómar voru skoðaðir til að sjá hvernig dómstólar túlka hverjir falla undir þessi tvö hugtök. Megin markmiðið var að sjá hvort línan væri skýr eða hvort óskýrt væri hvernig dómstólar meta tengslin á milli geranda og brotaþola. Fjallað var um helstu hugtök tengd kynferðisbrotum ásamt því að skoða þróun almennu hegningarlaganna nr. 19/1940. Síðan voru 200. og 201. gr. almennu hegningarlaganna skýrð í sér kafla.
    Fjallað var um tuttugu og fimm dóma, bæði Landsréttardóma og Hæstaréttardóma frá árinu 2010-2021 og voru þeir allir reifaðir út frá 200. og 201. gr. hegningarlaganna. Vegna lagabreytinga sem urðu árið 2013 þá voru einnig reifaðir nokkrir nýrri dómar til að sjá hvernig dómstólar skilgreina tengsl milli geranda og brotaþola. Í nýju dómunum voru um þrjár aðrar lagagreinar að ræða og fjallað var stuttlega um þær.
    Niðurstöður sýndu fram á að lagabreytingarnar sem gerðar voru árið 2013 voru ekki vel heppnaðar. Skýr lína var á túlkun dómstóla á 200. gr. en ekki er hægt að segja það sama um túlkun varðandi 201. gr. Þar sem dómstólar notast við þrjár aðrar lagagreinar til að skilgreina tengsl geranda við brotaþola yngri en 15 ára var ekki skýrt við hvaða tengsl hver og ein grein fellur undir.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis is about sexual offenses against children by family members and confidants. Verdicts were examined to see how courts interpreters who falls under these two terms. The main objective was to see if the line was clear or if it was unclear how the courts assess the relationship between the perpetrator and the victim. The main concepts related to sexual offenses were discussed as well as examining the development of the General Penal Code no. 19/1940. Articles 200 and 201 in the penal code were then explained in a separate chapter.
    Twenty five verdicts were discussed, both National Court verdicts and the Supreme Court verdicts from the years 2010-2021, and they were divided on the basis of Articles 200 and 201 of the Penal Code. Due to the legislative changes that took place in 2013, several new verdicts were also reviewed to see how the courts defines the relationships between the perpetrator and the victim. The new verdicts dealt with three other articles and they were briefly discussed.
    The results showed that the legislative changes made in 2013 were not successful. There was a clear line on the courts' interpretation of Article 200. but the same cannot be said of an interpretation concerning Article 201. As the court used three other legal articles to define the relationship between the perpetrator and the victims under the age of 15, is was not clear which relationship each article falls under.

Samþykkt: 
  • 21.2.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40522


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ValdísÓskÓladóttir_BS_lokaverk.pdf737,21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna