is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40524

Titill: 
 • Fjölbreyttar birtingarmyndir faglegs lærdómssamfélags : frá einangrandi starfsháttum til samstarfs og samvirkni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Grunnskólum er ætlað að vera í stöðugri þróun í takt við samfélagsbreytingar, uppbyggileg fræði og viðmið um farsæla skólaþróun. Á þeim grunni er hvatt til ígrundandi samvinnu og samvirkra kennslu- og stjórnunarhátta með árangur allra nemenda að leiðarljósi samhliða skólaþróun. Ramma utan um slíkt umbótastarf er að finna í skilgreindum einkennum faglegs lærdómssamfélags.
  Markmið rannsóknar var að greina vinnulag og birtingarmyndir lærdómssamfélags og skólamenningar í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, með hliðsjón af samstarfsmenningu skólanna. Skólarnir höfðu áður tekið þátt í nýlegri mælingu á stöðu sinni sem lærdómsamfélag. Með viðtölum við kennara og stjórnendur í rýnihópum sem og vettvangsathugunum á forsendum eigindlegrar aðferðafræði var skoðað hvernig einkenni lærdómssamfélags og skólamenningar í öflugu lærdómssamfélagi, samkvæmt ákveðnu mælitæki, birtust. Horft var sérstaklega til vinnulags og samstarfs kennara og stjórnenda, skipulags, hefða og viðhorfa sem greina mátti í verklagi, samskiptum og bakgrunni skólamenningar.
  Niðurstöður benda til fjölbreyttra birtingarmynda samstarfs og vinnulags stjórnenda og kennara um ýmsa þætti skólastarfsins, allt frá einangrandi starfsvenjum og skipulagi til djúprar samvinnu. Vinátta, gleði og traust í teymum voru nokkrar af forsendum upplifunar starfsfólks af jákvæðri skólamenningu sem einnig hvatti til hollustu þeirra við skólann og tilfinningu í teymum fyrir því að tilheyra. Áberandi var að upplifun kennara af frelsi við útfærslu kennslu er mikið og jafnframt um leið ein af birtingarmyndum trausts sem viðmælendur upplifðu ríkjandi sín á milli. Frelsi kennaranna getur þó sett skólaþróun og íhlutun stjórnenda ákveðnar skorður fyrir utan að hafa áhrif á upplifun kennara af fagmennsku þeirra. Vináttumenning, gamlar hefðir og skólamenning höfðu að sama skapi einnig áhrif á það sem gert var. Birtingarmyndir verklags, samstarfs og skólamenningar skólanna tveggja eru fjölbreyttar, allt frá því að lýsa sér sem styðjandi við skólana sem faglegt lærdómssamfélag, til þess að vera þversagnarkenndar, jafnvel letjandi í þá átt.

 • Útdráttur er á ensku

  Schools are intended to be in constant development as societal changes, constructive theories and standards for successful school development evolve. Joint forces, transformative and responsible collaberation in teaching and management are encouraged, with the success of all students as a guiding principle for all. The defined characteristics of a Professional Learning Community (PLC) are helpful in that manner.
  The goal of this reasearch was to analyze working methods and manifestations of collaborative practices and school culture in two primary schools in the capital area. The schools have participated before in a recent survey as a PLC. Interviews with teachers and administrators in focus groups as well as field observations on the basis of qualitative methodology examined how the characteristics of the schools and school culture are reflected in the working methods, environment and cooperation of the staff.
  The results indicate a variety of manifestations of cooperation and practices. Still, examples of isolating practices and organizational habits and structions that prevent cooperations were found as well a deep meaningful collaboration, joint forces and practices that promote cooperation. Friendship, work satisfaction, joy and trust in teams were some of the prerequisites for staff's experience of a positive school culture, which also encouraged their loyalty to the school and a sense of belonging in teams. It was noticeable that teachers' experience of freedom in the classroom is extensive. At the same time freedom is one of the manifestations of trust that the interviewees felt prevailed among themselves and in the groups. The freedom of teachers can, however, place certain restrictions on school development, when not in flux with the school visions and also possibly inhibits the intervention of administrators. Freedom is also linked to teachers' experience of their professionalism. Culture of friendship, traditions and school culture influenced practices. The manifestations of the procedures, co-operation and school culture of the two schools are varied, from describing themselves as supportive of the schools as a professional learning community to being paradoxical, even discouraging in that direction.

Styrktaraðili: 
 • Háskóli Íslands og
  Rannsóknarsjóður Kennarasambands Íslands
Samþykkt: 
 • 21.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40524


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing skemman.pdf233.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Svandís Egilsdóttir.pdf1.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna