is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40525

Titill: 
 • Gagnadrifin ákvörðunartaka
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni var beint sjónum að notkun gagna í ákvörðunarferli íslenskra stjórnenda ásamt því að skoða aðgengi að fjárhagsupplýsingum og notkun annarra gagna við ákvörðunartöku. Rannsóknin skilgreinist sem eigindleg þar sem tekin voru djúpviðtöl við átta stjórnendur úr íslensku atvinnulífi. Rannsóknarspurningin, sem var höfð að leiðarljósi við framkvæmd rannsóknar, er: Nýta íslenskir stjórnendur sér fjárhagsgögn við ákvörðunartökur og á hvaða hátt?
  Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar tekur til viðeigandi fræðagrunns þar sem finna má fræðilega umfjöllun um fjármál fyrirtækja, samfélagslega ábyrgð þeirra, þekkingarstjórnun, þróun tölvunnar, gögn, gervigreind og vaxtarskeið fyrirtækja ásamt ósamhverfu upplýsinga og umboðsvanda.
  Helstu niðurstöður gefa til kynna að stjórnendur íslenskra fyrirtækja nýti sér flestir fjárhagsgögn að einhverju leyti til ákvörðunartöku. Nýting gagna varð almennari eftir því sem ársvelta fyrirtækjanna jókst og fjöldi mælikvarða til álita urðu fleiri. Einnig kom í ljós að stjórnendur nýta sér gögn og upplýsingar fyrst og fremst til undirbyggingar eigin innsæis til þess að taka betri ákvarðanir. Einnig bentu niðurstöður til þess að aðgengi stjórnenda að fjárhagsgögnum var almennt til staðar en tími og kostnaður við greiningu þeirra var hindrun við lestur og notkun þeirra. Því reiða stjórnendur sig gjarnan á upplýsingar frá undirmönnum um lykilmælikvarða og greiningar. Að lokum kom í ljós að sameiginlegir aðrir mælikvarðar sem komu til álita við ákvörðunartöku íslenskra stjórnenda voru tengd samfélagsskýrslum og kölluðu viðmælendur eftir betri lausnum í greiningu og framsetningu á slíkum gögnum.
  Lykilhugtök: Ákvörðunartaka, gagnadrifin ákvörðunartaka, innsæi, gögn, viðskiptagreind, fjárhagsgögn, sjálfvirknivæðing, lykilmælikvarðar, umboðsvandi, ósamhverfa upplýsinga

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis, the focus is directed towards the use of data in the management decision-making process, along with examining their access to financial data and the use of other data in decision-making. Qualitative research in the form of in-depth interviews was conducted with eight managers from the Icelandic business community as participants. The research question put forward was as follows: Do Icelandic managers use financial data in the decision-making process, and in what way?
  The theoretical background of the research covers a relevant academic database which includes a theoretical discussion of companies' finances, their corporate social responsibility, knowledge management, computer evolution, data, artificial intelligence, the Greiner curve as well as asymmetric information and agency problems.
  The results indicate that most Icelandic managers use financial data to some extent for decision-making. Data utilization becomes more common as the companies' annual turnover increases and the number of KPIs considered increases. It was also found that managers use data and information primarily to support their own intuition that they use to make better decisions. Furthermore, the results indicate that managers generally have access to financial data but the time and cost of analyzing the data is a hindrance when it comes to utilization of data. Therefore, managers often rely on subordinates when it comes to information on KPIs and financial analysis. Finally, the results suggest that common performance indicators that affect the decision-making process of Icelandic managers were connected to non-financial EGS reports, and was there a call for a better solution in the analysis and presentation of such data.
  Key terms: Decision making, data-driven decision making, intuition, data, business intelligence, financial data, automation, KPIs, agency problem, asymmetric information

Samþykkt: 
 • 21.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40525


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alexandra_BS_lokaverk.pdf819.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna