Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40530
Viðfangsefni þessarar rannóknar er að kanna hver raunveruleg ástæða er á bak við brottfall viðskiptavina á tryggingamarkaði og hvað fyrirtæki geti gert til að sporna við brottfalli. Leitast var eftir svari við spurningunni:
Hver er helsta ástæða brottfalls á tryggingamarkaði og hvað geta fyrirtæki gert til að auka viðskiptatryggð?
Gerð var bæði eigindleg og megindleg rannsókn til að safna upplýsingum um það hvað veldur brottfalli á tryggingamarkaði á Íslandi.
Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar er sú að verð spili langstærstan þátt í því að brottfall verði hjá tryggingafélögum á Íslandi. Aftur á móti eru einnig niðurstöður þessarar rannsóknar þær að eftir því sem tryggingafélög eigi í meiri samskiptum við viðskiptavini sína, því meiri líkur eru á því að viðskiptavinurinn sé tryggur sínu tryggingafélagi.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BrynjaRagnarsdottir_BS_lokaverk.pdf | 749.98 kB | Open | Complete Text | View/Open |