en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40533

Title: 
 • Title is in Icelandic Starfsánægja starfsmanna fjármálafyrirtækja
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Viðfangsefni þessa verkefnis er að fá innsýn í áhrif fjórðu iðnbyltinguna á starfsánægju og frammistöðu starfsmanna. Stafrænar lausnir hafa hafið innreið sína hvert sem litið er og eiga viðtakendur fullt í fangi með að fylgjast með. Hér áður fyrr fóru viðskiptavinir í bankann til að fá þá þjónustu sem þeir óskuðu eftir, þeir voru afgreiddir af starfsmanni án þess að þurfa að gera annað en að mæta og bera upp erindið. Nú á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar hefur þetta breyst. Nú stígur starfsmaður til hliðar meðan að viðskiptavinur afgreiðir sig sjálfur.
  Hvernig er upplifun starfsmanns að vera í þessu umhverfi sem tekur sífelldum breytingum? Til að fá innsýn í starfsánægju og frammistöðu starfsmannsins og einnig til að fá sjónarhorn mannauðsstjóra var lögð fram spurningin:
  Hefur starfsánægja áhrif á frammistöðu starfsmanna á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar?
  Gerð var megindleg rannsókn í tveimur fjármálafyrirtækjum á Íslandi og eigindleg rannsókn í þremur fjármálafyrirtækjum á Íslandi.
  Helstu niðurstaður rannsóknarinnar voru að starfsfólk sem var mátu sig með háa starfsánægju mátu sig með einnig með marktæka hærri frammistöðu í starfi en þeir sem mátu sig með lága starfsánægju. Starfsmenn með háa starfsánægju voru einnig líklegri til að meta sig sem betri starfsmann eftir að hafa unnið hjá fyrirtækinu sem þau vinna hjá núna, sem getur nýst þeim þegar horft er til framtíðar. Áskoranir mannauðsstjóra eru þær að starfsmenn sækjast í starfsþróun og fyrirtækin eru með fjöldann allan af reynslumiklu fólki og því er áskorun í því að halda í framúrskarandi mannskap innan sinna raða.

Accepted: 
 • Feb 21, 2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40533


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
HannaMariaOlafsdottir_BS_Lokaverk.pdf796.11 kBOpenComplete TextPDFView/Open