is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40535

Titill: 
 • Hvernig verða börn læs? : er staða drengja í lestri önnur en staða stúlkna við upphaf 1. bekkjar grunnskóla?
 • Titill er á ensku How do children learn to read? : is there a gender gap in letter-sound knowledge at the beginning of the first school year?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Samfélag án menntakerfis er óhugsandi. Skólar stuðla að jöfnuði og menntun er mikilvægur grunnur. Á Íslandi er grunnskólinn skylda og nemendur eiga að fá þar sama möguleika á grunnnámi og allir skipta þeir máli. Lestrarfærni þeirra skapar þeim framtíð, slétta og fellda eða þyrnum stráða, allt eftir færni hvers og eins. Stærsta og viðamesta alþjóðlega rannsóknin sem fæst við árangur grunnskóla og við hér á landi tökum þátt í er PISA. Niðurstöður frá rannsókninni 2018 sýna að 34% drengja og 19% stúlkna lesa sér ekki til gagns við lok grunnskóla hér á landi og því gagnlegt að spyrja hvort sá munur er frá upphafi lestrarnáms. Meginmarkmið ritgerðarinnar er tvíþætt, annars vegar að veita fræðilega yfirsýn yfir þróun lestrarnáms, áherslur í kennslu lesturs og mögulegar orsakir kynjamunar í lestri og hins vegar að kanna bókstafa og hljóðaþekkingu barna við upphaf 1. bekkjar í grunnskóla og kynjamun þar á og hve mörg börn, drengir annars vegar og stúlkur hins vegar hafi þá þegar náð færni við umskráningu. Ekki var litið til þekkingarmunar milli sérhljóða og samhljóða. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð. Þátttakendur voru 318, 162 drengir og 156 stúlkur úr 12 skólum víðsvegar um landið. Kennari lagði fyrir hvert barn bókstafa og hljóðapróf en því fylgdi einnig verkefni með stökum orðum og léttum texta. Rannsakandi fékk niðurstöður svo sendar frá þátttökuskóla á þar til gerðu eyðublaði. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ekki greindist marktækur munur á milli kynja hvað þekkingu á fjölda bókstafa og hljóða varðar í upphafi fyrsta bekkjar. Ekki reyndist heldur kynjamismunur á hversu mörg prósent barna voru orðin læs. Marktækur munur mældist hins vegar í þekkingu á fjölda hástafa og hljóða þeirra og fjölda lágstafa og hljóða þeirra hjá þeim börnum sem voru orðin læs og þeirra sem voru það ekki. Fylgnin milli þessara fjögurra þátta var mjög há og marktæk.

 • Útdráttur er á ensku

  A society without an education system is inconceivable. Schools support equality, and education is an important foundation. In Iceland, elementary school is compulsory, where all students should receive the same chance at a basic education. Each student matters. Their reading ability creates their future, whether gentle and easy or strewn with thorns. Everything is determined by individual ability. The largest and most comprehensive international study regarding the progress of elementary schools is PISA. According to PISA (Program for International Student Assessment), gender difference is prominent among students’ reading abilities to meet real-life challenges at the end of their compulsory education in Iceland. The PISA measures indicate that 34% of boys cannot use their reading abilities to meet real-life challenges versus 19% of girls and therefore useful to ask whether this difference dates from the beginning of learning to read. The main purpose of the essay is twofold: firstly, to provide a scholarly overview of the development of learning to read, emphases in teaching, reading and possible causes of gender-based differences in reading ability; secondly, to investigate first grade student’s knowledge of letters and sound at the beginning of the semester to see if there was a gender difference between boys and girls in the process of breaking the reading code. The ability to distinguish between vowels and consonants was not examined. A quantitative research method was used. Participants were 318 in total, 162 boys and 156 girls from twelve compulsory schools around the country. A teacher conducted a test of letters and sounds for each child along with a task of recognizing individual words and simple text. The researcher received the test results on a form prepared beforehand. The outcome of the study shows no measurable gender difference of first grade student’s knowledge of letters and sounds at the beginning of the semester. Furthermore, the percentage of children who were
  already able to read indicated no gender difference. However, measurable difference was found in children’s knowledge of upper-case letters and their sounds as well as the number of
  lower-case letters and their sounds between children who were already able to read and those who were not yet able to read. There was a strong correlation between these four factors and
  they were clearly measurable.

Athugasemdir: 
 • Sérfræðingur: Steinunn Torfadóttir
Samþykkt: 
 • 21.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SvavaHjaltalin-Master-LOKAÚTGÁFA-1. FEB-2022 PDF.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
RafrænYfirlysing.pdf41.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF