Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40537
Hvað er hamingja?
Þetta verkefni er tvíþætt; greinargerð og afurð í formi vefsvæðis. Telja má að markmið nær allra jarðarbúa sé að upplifa hamingju. Aðferðirnar eru þó ólíkar og ekki er til eitt svar um hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm. Í greinagerðinni „Hamingja í fræðilegu ljósi“ er áhersla lögð á tómstundir, hamingju og tengsl þeirra þátta.
Fjallað er um hamingju og tengsl hennar við menntun, lífsgæði, tómstundir og samfélagsmiðla. Greinagerðin setur í fræðilegt samhengi 38 eigindleg viðtöl sem voru tekin á árunum 2018-2021 og birt á samfélagsmiðlinum Instagram undir nafninu "Hvað er hamingja?". Markmið Instagram síðunnar „Hvað er hamingja?“ er að reyna að styðja einstaklinga í því að átta sig á eigin hamingju og fyrir þá sem fylgja síðunni að draga lærdóm af þeim viðtölum sem eru sett þar fram. Leitast er við að svara þremur einföldum, en krefjandi spurningum, með það að markmiði að finna svarið við því hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm.
Spurningarnar eru þrjár:
1. Hvað er hamingja?
2. Hvað gerir þig hamingjusama/n?
3. Hvaða þættir lífsins heldur þú að stuðli að hamingjunni?
Höfundur verkefnisins telur grundvöll þess að upplifa hamingjuna sé að vera vakandi yfir þeim hlutum sem gera okkur hamingjusöm og þetta verkefni leggur grunn að því að undirstrika það, með því að varpa ljósi á þá fjölbreyttu þætti sem stuðla að hamingju fólks.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvað er hamingja?.pdf | 4,27 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Hvað er hamingja - Afurð.pdf | 21,04 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing - Torfi Þór.pdf | 353,22 kB | Lokaður | Yfirlýsing |