Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40542
Gæðastýring í sauðfjárrækt var sett á árið 2003 og er áhersla þessarar rannsóknar að kanna hvort settum markmiðum hafi verið náð. Aðalmarkmiðin voru bæting sauðfjárbúskapar, tryggari afkoma bænda og öruggari vörur fyrir neytendur.
Rannsóknarspurningin var: Gæðastýring í sauðfjárrækt: Er settum markmiðum náð og hvert er viðhorf bænda?
Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við megindlega rannsóknaraðferð en hún fór fram með spurningakönnun sem lögð var fyrir sauðfjárbændur sem eru þátttakendur í gæðastýringu, um allt land. Helsta markmið könnunarinnar var að leitast eftir viðhorfi bænda til ýmissa þátta gæðastýringar eins og t.d. notagildi gæðahandbókarinnar, upplýsingagjöf til neytenda og heildarálit á fyrirkomulaginu. Einnig voru tekin viðtöl við reynslumikla aðila úr ýmsum áttum í sauðfjárrækt til að styðja við fræðilegan bakgrunn.
Niðurstöður megindlegu könnunarinnar sýndu að gæðastýringin í núverandi mynd getur hjálpað að halda utan um rekstur sauðfjárbænda og stuðla að bættum búskaparháttum. Almennt er jákvætt viðhorf gagnvart gæðahandbókinni og notagildi hennar. Hvort gæðastýring stuðli að öruggari vörum hafa viðmælendur skiptar skoðanir hvað það varðar. Hins vegar er töluverður brestur í því að neytendur geti rakið uppruna lambakjöts og gæðaflokkun þess. Niðurstöður viðtala við fagaðila studdu niðurstöður megindlegu könnunarinnar. Sumum upphaflegum markmiðum frá setningu gæðastýringar árið 2003 er að vissu leyti náð, en ekki öllum.
Quality control in sheep production was established in 2003 and the aim of this study is to examine whether the set goals have been achieved. The main goals were defined as improved sheep farming, better livelihoods for farmers and safer products for consumers.
The research question was: Quality control in sheep production, what is the attitude of farmers and are the set goals achieved?
This study uses a quantitative research method, which is conducted with a questionnaire for sheep farmers across Iceland participating in quality control. The main aim with this survey was to determine the attitude of the sheep farmers and to obtain their opinion on quality control. In addition, interviews were conducted with experts in order to support the theoretical background.
The results of the quantitative survey showed that quality control in its current form can help sheep farmers to control their business and to improve farming methods. The quality manual is considered as rather helpful, but opinions are divided as to whether quality control has contributed to safer products. There is a significant deficiency, the consumers cannot trace the origin of the lamb and its quality categories. Both the results of the quantitative survey and the expert interviews agree in large parts of the discussion. Overall, this study shows that some of the original goals from 2003, when quality control was established in sheep breeding, were partially achieved, but not all of them.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SigurlinFranziskaArnarsdottir_BS_lokaverk.pdf | 1.01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |