is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40547

Titill: 
 • Gildi hreyfisöngva fyrir málþroska eins til þriggja ára barna : greinargerð með myndskreyttri hreyfisöngvabók fyrir yngstu börn leikskóla
 • Titill er á ensku The value of movement based songs in the language development of children between the ages of one and three
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á mikilvægi hreyfisöngva fyrir málþroska barna á aldrinum eins til þriggja ára. Tekið er saman hvernig söngur hefur áhrif á málþroska og málörvun. Litið er til fræðilegrar þekkingar á mál- og hreyfiþroska ungbarna og hvernig hreyfisöngvar geta nýst við málörvun hjá börnum á þessu aldurskeiði.
  Í ritgerðinni er að finna samantekt á þeim söngvabókum sem útgefnar eru á íslensku fyrir börn á leikskólaaldri sem leikskólakennarar geta nýtt sér í málörvun. Sérstaklega er skoðað hverjar af þessum söngbókum henta fyrir yngstu börn leikskóla. Til að afla upplýsinga um söngvabækur var leitað á bókasöfnum, bókabúðum, vefsíðum útgefenda og alnetið auk þess var rætt við starfsmenn fjögurra leikskóla um þær söngvabækur sem leikskólar nota. Niðurstöður gáfu til kynna að fáar söngvabækur sé að finna á íslensku sem innihalda hreyfisöngva sem henta sérstaklega fyrir eins til þriggja ára börn.
  Í tengslum við verkefnið var unnið að söngvabók sem inniheldur myndskreytingar og texta við hreyfisöngva sem henta sérstaklega fyrir börn á aldrinum eins til þriggja ára. Söngvarnir sem valdir voru í bókina einkennast af einföldum hreyfingum og þeim fylgja lýsandi myndir sem er ætlað að hjálpað til við að ýta undir áhuga og þátttöku yngstu barnanna.
  Samantekt á fræðilegri þekkingu á viðfangsefninu sýnir að hreyfisöngvar hafa jákvæð áhrif á máltöku og málþroska ungra barna. Með bókinni er vonast til þess að vekja athygli á mikilvægi hreyfisöngva á máltökuskeiði ásamt því að veita leikskólakennurum og starfsfólki leikskóla hagnýtt verkfæri í samverustundum sem hentar í málörvun fyrir yngstu börnin.

 • Útdráttur er á ensku

  The value of movement based songs in the language development of children between the ages of one and three. This thesis aims to shed light on the value of movement based songs for the language development of children between the ages of one and three. How singing affects language development and language stimulation is summarized. Previous research and theories on language and movement development are considered and how they may impact children’s language stimulation at the aforementioned ages.
  This thesis collects all songbooks published in Icelandic for children at kindergarten ages. It is especially considered which of these books are appropriate for the youngest ages of kindergarten. In order to collect information on these song books the author searched libraries, book stores, publisher ‘s websites and the internet as well as questioning the staff of four different kindergartens about the types of song books these kindergartens used. The results implied that few song books are published in Icelandic that included movement based songs that suited for one to three-year-old children.
  Based on the aforementioned research, the author worked on a song book which included movement based songs that were specifically made for children of the ages one to three years old. The songs chosen for the book included simple hand and body gestures supported with descriptive pictures intended to capture and elicit the interest and participation of the youngest children.
  Summary of academic research demonstrates that movement based songs have a positive impact on early language acquisition and development of young children. With the book the author hopes to draw attention to the role of movement based songs in language acquisition to and provide early childhood educators with a practical tool to be used in order to aid in the language stimulation of the youngest children.

Samþykkt: 
 • 21.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40547


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gildi hreyfisöngva fyrir málþroska eins til þriggja ára barna_Þórhildur Bachmann.pdf2.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis-Þórhildur Bachmann.pdf194.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF