is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40548

Titill: 
  • Orkudrykkjamarkaðurinn á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Neysla á orkudrykkjum hefur farið vaxandi undanfarin ár á Íslandi. Rekja má þá þróun fyrst og fremst til neyslu á orkudrykkjum undir merkjum NOCCO og Collab þar sem ný tækifæri hafa skapast. NOCCO og Collab eru vinsælustu orkudrykkirnir í dag. Core heildsalan framleiðir NOCCO drykkina en Ölgerðin framleiðir Collab. Talið er að neysla orkudrykkja meðal framhaldsskólanema hafi aukist um 150% á síðastliðnum tveimur árum.
    Í þessari ritgerð verður fjallað nánar um orkudrykkjamarkaðinn á Íslandi og þróun hans, með tilliti til merkjanna NOCCO og Collab. Rakið verður hvernig þessir drykkir komu á markaðinn hérlendis og hvað gerir þá svona vinsæla. Næst verður gerð grein fyrir kaupferlinu hjá neytandanum, notkun markaðsfærslu til að ná sem bestum árangri í markaðssetningu, auglýsingum og áhrif sýnileika í búðum á þessa þætti.
    Gerð var markaðsrannsókn í þeim tilgangi að kanna hverjir væru neytendur orkudrykkjanna NOCCO og Collab, hvort það væri munur á þeim og hvað einkennir þá. Greint verður frá þeim niðurstöðum markaðskönnunarinnar. Þá verður litið til þess hvort sérstaða hvors merkis um sig hafi náð til neytenda. Í rannsókninni tóku 528 einstaklingar þátt og svöruðu þeir rafrænum spurningalista.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að neytendur NOCCO og Collab séu ekki ólíkir og noti flestir vöruna í sama tilgangi; til að fá auka orku. Þó nær NOCCO meira til yngri neytenda en Collab nær til breiðari markhóps. Niðurstöðurnar sýna einnig að neytendur kaupa Collab í auknum mæli vegna þeirrar sérstöðu að drykkirnir innihalda kollagen. Sérstaða NOCCO felst í því að þeir drykkir innihalda amínósýrur en þessi þáttur hefur ekki áhrif á kauphegðun neytenda á sama hátt, þar sem kaupendur velja flestir NOCCO eingöngu vegna bragðsins.

  • Consumption of energy drinks has been growing in recent years in Iceland. This development has been primarily driven by increased consumption of NOCCO and Collab, where new opportunities have been created. NOCCO and Collab are the most popular energy drinks on the Icelandic market today. The wholesale company Core produces NOCCO but Collab is produced by the manufacturer Ölgerðin. It is estimated that the consumption of energy drinks by upper secondary school students has increased by 150% in the last two years.
    In this dissertation, there will be detailed discussion about the energy drink market in Iceland, its development and specifically the energy drinks NOCCO and Collab. Their entry into the Icelandic market and what makes them so popular will be covered. After that, there will be a discussion of the consumer's buying process, the use of marketing, advertising and increased visibility in stores to achieve increased sale.
    This is followed by the results of a market study carried out with the aim of examining who the consumers of the energy drinks NOCCO and Collab are, whether there is a difference between them and what characterizes them. After that there is an overview of the differentiating factors of the drinks that affect consumers’ behavior. The study involved 528 individuals who completed an electronic questionnaire.
    The study found that the consumers of NOCCO and Collab are not different. Most of them use the product for the same purpose; to increase their energy. However, NOCCO reaches primarily young people, while Collab reaches a wider age group. The results also show that Collab's unique feature in the market, offering energy drinks containing collagen is paying off, since consumers are buying the drinks because they contain collagen. However, the amino acid profile that is unique to NOCCO, doesn’t reach their consumers the same way, since people tend to buy NOCCO solely for taste.

Samþykkt: 
  • 21.2.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SylviaErlaMelsted_RobertFreyrSamaniego_BS_lokaverk.pdf4.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna