Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40549
Í þessu verkefni var sjónum beint að viðhorfi, hæfni og menntun þeirra sem sinna kennslu í fjármálalæsi barna. Rannsakað var hver menntun þeirra sem sinna kennslu á öllum stigum grunnskóla er ásamt því hver hæfni og viðhorf þeirra til viðfangsefnisins séu. Við rannsóknina var stuðst við megindlega rannsóknaraðferð. Spurningakönnun var send á alla stjórnendur grunnskóla landsins þar sem óskað var eftir að þeir áframsendu krækju á starfsfólk sitt. Rannsóknarspurningin sem leitast var eftir að svara og var höfð að leiðarljósi við framkvæmd rannsóknarinnar var: Hver eru hæfni, viðhorf og menntun kennara til kennslu í fjármálalæsi barna?
Rannsóknin byggir á viðeigandi fræðigrunni þar sem fjallað er meðal annars um aðalnámskrá, námsefni, stafræna tækni, fjármálalæsi hér á landi og á alþjóðavísu. Einnig er fjallað um fyrri rannsóknir og skýrslur sem gerðar hafa verið um viðfangsefnið. Niðurstöður fyrri rannsókna og skýrslna sem gerðar hafa verið voru megininntak við gerð megindlegu spurningakönnunarinnar.
Helstu niðurstöður eru þær að meirihluti kennara í grunnskólum hefur hlotið kennaramenntun en fáir hafa sótt sér námskeið í fjármálalæsi og lítið sem ekkert er í boði um slíka endurmenntun. Styðja þarf við kennara til að veita þeim öryggi til að sinna kennslu í fjármálalæsi. Viljinn og þörfin við að sinna kennslu á viðfangsefninu er fyrir hendi á öllum grunnskólastigum. Kennarar telja sig hins vegar ekki vera nægilega vel undirbúna til að kenna viðfangsefnið efnislega en telja þekkingu sína og getu til að sinna kennslu hvað kennslufræði varðar vera betri. Kennarar telja sig ekki hafa góða þekkingu á því kennsluefni sem í boði er og myndu nýta sér smáforrit um fjármálalæsi sér til stuðnings við kennslu á viðfangsefninu.
In this project, the focus was on the attitudes, skills and education of those who teach financial literacy. The education of those who teach at all levels of compulsory school was investigated, as well as their competence and attitude towards the subject. A quantitative research method was used in the study. A questionnaire was sent to all administrators of the country's primary schools requesting that they forward a link to their staff. The research question that was sought to be answered and was used as a guideline in the implementation of the research was: What are the skills, attitudes and education for teaching children’s financial literacy?
The academic background of the research covers the relevant academic base, which covers, among other things the main curriculum, study materials, digital technology, financial literacy both domestically and internationally. Previous research and reports on the subject are also discussed. The results of previous research and reports that have been carried out were the main input to the quantitative questionnaire.
The main results are that the majority of teachers in primary schools have received teacher education, but few have attended courses in financial literacy and there is little or no such education available. Teachers need to be supported to provide them with the security to teach financial literacy. The will and need to teach the subject is present at all levels of primary school. The teachers do not consider themselves well enough prepared to teach the subject materially, but consider their knowledge and ability to teach pedagogically better. Teachers do not consider themselves to have a good knowledge of the teaching material that is available and would use an app on financial literacy to support their teaching of the subject.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þórdís Lilja Eiríksdóttir_BS_Lokaverkefni.pdf | 711,25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |