is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40552

Titill: 
  • Ágreiningur á milli starfsmanna og áhrif á líðan, reynsla millistjórnenda hjá hinu opinbera
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ágreiningur er eitt af þeim hugtökum sem hefur verið talsvert rannsakað í gegnum tíðina. Fyrri rannsóknir gefa til kynna að þetta sé flókið viðfangsefni. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða reynslu stjórnenda af ágreiningi á milli starfsmanna og áhrif á líðan þeirra sem eiga hlut að máli. Um var að ræða eigindlega viðtalsrannsókn en tekin voru viðtöl við 12 millistjórnendur sem störfuðu hjá A-hluta ríkisstofnunum og höfðu reynslu af því að takast á við ágreining á milli starfsmanna sinna. Helstu niðurstöðurnar voru þær að ágreiningur á milli starfsmanna er í fyrsta lagi snúið viðfangsefni. Hvenær, hvort og hvernig stjórnendur eiga að bregðast við er óljóst og það sama á við um skyldu þeirra. Þá skortir fræðslu og þjáflun við slíkar aðstæður. Þeir geta ekki sagt starfsfóki upp störfum nema veita því fyrst áminningu. Þá virðist einnig vera óljóst hvaða hegðun eða aðstæður gefa tilefni til áminningar og sömuleiðis hvort starfsmenn verða sjálfir að fara fram á það. Í öðru lagi þá virðist ágreiningur ýta undir vanlíðan stjórnenda og starfsmanna, en ekki með þeim hætti að hann bitni á starfi þeirra og geta þeir fengið stuðning við þær kringumstæður. Niðurstöðurnar þykja gefa góða innsýn þegar kemur að ágreiningi á milli starfsmanna og áhrif á líðan þeirra sem eiga hlut að máli út frá sjónarhorni stjórnenda.

  • Útdráttur er á ensku

    Conflict is one of the concepts that has been studied extensively over the years. Previous research suggests that this is a complex subject. The aim of the study was to examine managers' experiences of conflict between employees and the impact on the well-being of those involved. This was a qualitative interview study which involved 12 middle managers who worked for Part A government agencies and had experience of dealing with conflicts between their employees. The main conclusions were that conflicts between employees are, in the first place, a complicated issue. When, whether and how managers should react is unclear and the same applies to their duty. They lack education and training in such situations. They can not dismiss employees unless they are first warned. It also seems unclear what behavior or circumstances give a reason for a warning, as well as whether employees must request for it themselves. Secondly, conflict seems to contribute to the distress of managers and employees, but not in such a way that it affects their work and they can receive support in those circumstances. The results are considered to provide good insight when it comes to conflict between employees and the impact on the well-being of those involved from the management's perspective.

Samþykkt: 
  • 21.2.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40552


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristínIngaPétursdóttir_MS_Lokaverk.pdf432.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna