is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40554

Titill: 
  • Stytting vinnuvikunnar : viðhorf stjórnenda á frístundaheimilum hjá Reykjavíkurborg til innleiðingarferlisins og áhrif á starfsemina
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stytting vinnuvikunnar tók gildi hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar þann 1. janúar 2021. Markmið rannsóknarinnar var að rýna betur í innleiðingarferlið og áhrif á starfsemina út frá viðhorfi stjórnenda með eftirfarandi rannsóknarspurningum; hver eru viðhorf stjórnenda á frístundaheimilum hjá Reykjavíkurborg til innleiðingarferlisins, hvernig samræmdist ferlið kenningum í breytingastjórnun og áhrif á starfsemina. Eigindlegri aðferð var beitt við gagnaöflun þessarar rannsóknar þar sem hálfopin viðtöl (e. semi-structured interviews) voru tekin við tíu stjórnendur á frístundaheimilum. Skilyrði voru sett að þeir hefðu starfað sem forstöðumenn í eitt ár eða lengur. Fyrri rannsóknir og kenningar sem tengjast styttingu vinnuvikunnar og sveigjanlegum vinnutíma voru skoðaðar, ásamt breytingastjórnunarkenningum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að stjórnendur höfðu jákvætt viðhorf til styttingar á vinnuvikunni. Þjónustugæði starfsins héldust óbreytt þrátt fyrir styttingu stjórnenda. Nokkrir stjórnenda upplifðu aukin afköst í þeirri viku sem þeir voru í styttingu en aðrir töldu afköstin óbreytt. Allir stjórnendur höfðu sýnt sveigjanleika í starfi í einhverjum tilfellum og mætt til vinnu vegna mikillar manneklu á degi styttingar. Flestir stjórnendur fengu að kjósa um útfærslu á vinnutímafyrirkomulagi en nokkrir þeirra ekki, sem voru áhugaverðar niðurstöður. Allir stjórnendur voru sammála því að stytting vinnuvikunnar hefði gert þeim kleift að samræma betur vinnu- og einkalíf með auknum frítíma sem þeir gátu ráðstafað eftir eigin þörfum. Í ljós kom að ekki var stuðst við fræði breytingastjórnunar við innleiðingarferlið heldur áttu lýðræðisleg sjónarmið að vera ríkjandi með kosningu á útfærslu styttingarinnar, sem ekki var fylgt eftir á öllum stöðunum.
    Hugtök: Stjórnendur, stytting vinnuvikunnar, sveigjanlegur vinnutími, breytingastjórnun.

Samþykkt: 
  • 21.2.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AsrunYrRunarsdottir_ML_lokaverk.pdf2.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna