is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40555

Titill: 
 • Fyrirboðar kulnunar : hvernig upplifa stjórnendur og starfsmenn aðdraganda kulnunar?
 • Titill er á ensku Signs of burnout : how do managers and employees experience the prelude to burnout?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli vinnuumhverfis og kulnunar. Allt bendir til þess að tilfellum kulnunar fari fjölgandi og aðsókn í starfsendurhæfingu er stöðugt að aukast. Það eru því skýr merki um að þörf sé á fyrirbyggjandi aðgerðum á vinnustað til að sporna við þessari þróun.
  Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í hvernig stjórnendur og starfsmenn upplifa aðdraganda kulnunar. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og tekin voru viðtöl við sex stjórnendur og sex starfsmenn. Markmiðið var að finna samhljóm eða misræmi hjá þessum hópum sem gæti gefið innsýn í upplifun þeirra af aðdraganda kulnunar og hugsanlega koma auga á helstu fyrirboða kulnunar í starfi.
  Niðurstöðurnar sýna að stjórnendur og stafsmenn hafa ólíka upplifun af aðdraganda kulnunar. Í ljós kom að þörf er á vitundarvakningu um kulnun og viðhorfsbreytingu á hvað teljist vera dugnaður í íslenskri fyrirtækjamenningu. Mikilvægt er að stjórnendur hafi svigrúm og úrræði til að sinna undirmönnum sínum, sér í lagi þegar breytingar eiga sér stað í fyrirtækinu. Höfundur telur að rannsóknin sýni að kulnun starfsmanna sé samspil margra þátta. Einnig telur höfundur að rannsóknin varpi ljósi á óöryggi stjórnenda og starfsmanna gagnvart heilkenninu kulnun þar sem ekki virðist vera ljóst hver beri ábyrgð á jafnvægi milli vinnu og einkalífs á vinnustaðnum. Skipulagheildir hafa því hag af því að stuðla að fyrirtækjamenningu sem byggir á gagnkvæmu trausti stjórnenda og starfsmanna. Höfundur vonar að hagnýtt gildi rannsóknarinnar sé að veita betri innsýn í fyrirtækjamenningu á Íslandi.

 • Útdráttur er á ensku

  Prior research has established a link between the work environment and burnout. Burnout is on the rise and demand for work rehabilitation is steadily increasing. There are therefore clear signs that preventive measures are needed in the workplace to counter this trend.
  The aim of this study was to gain insight into how managers and employees experience the prelude to burnout. A qualitative research method was used, and six managers and six employees interviewed. The aim was to find harmony or discrepancies between these groups that could give insight into their experiences of the prelude to burnout and possibly spot the main prognostic factors of burnout at work.
  The results show that managers and staff have different experiences in the lead-up to burnout. The findings show that awareness of burnout is needed, and Icelandic organizational culture could use a change in attitude towards what defines the ideal hard worker. It is important that managers are given the resources to provide support to their subordinates, especially during changes in the company. The author believes that the study shows that employee cooling is a confluence of many factors. The author also believes that the study highlights the uncertainty of managers and employees towards burnout syndrome as it does not appear to be clear who is responsible for the work-life balance in the workplace.
  Organizations, therefore, benefit from building and nurturing a corporate culture based on the mutual trust of managers and employees. The author hopes the practical value of this study is to provide better insight into Icelandic organizational culture.

Samþykkt: 
 • 21.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-Lokaverkefni- 2021-HMA.pdf924.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna