en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Bifröst University > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40556

Title: 
 • Title is in Icelandic Er stytting vinnutímans fyrir alla? Stjórnendur hjá hinu opinbera og stytting vinnutímans
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Jafnvægi vinnu og einkalífs er hugtak sem komið hefur fram á síðari árum sem einn liður í vinnuvernd starfsmanna. Með hugtakinu er verið að vísa til þess að einstaklingar gegna mismunandi hlutverkum á lífsleiðinni og þurfa ákveðið rými til að skipta um hlutverk svo álag í einu hlutverki hafi ekki áhrif á líðan í öðru. Stytting vinnutímans er ein leið til að koma til móts við þessar þarfir og hafa mörg stéttarfélög á Íslandi samið um 36 stunda vinnuviku.
  Markmiðið rannsóknarinnar er að skoða stöðu stjórnenda í þessum breytingum og hvaða áhrif stytting vinutímans hefur á verkefni stjórnandans. Gerð var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem rætt var við tólf stjórnendur hjá opinberum stofnunum. Í rannsókninni var leitast við skilja upplifun stjórnenda af verkefnum sínum, hvers eðlis þau eru, hvernig stytting vinnutímans samrýmist þeim og hvort að stjórnendur upplifi aukið álag vegna styttingar vinnutímans.
  Niðurstöðurnar sýna að verkefni stjórnandans eru bæði fjölbreytt, krefjandi og oft á tíðum tilviljanakennd þar sem stjórnendur eru í stöðugum samskiptum við starfsmenn sína yfir vinnudaginn og í stakk búnir til að bregðast við hvers konar verkefnum sem upp koma. Stjórnendur upplifa aukin sveigjanleika til að sinna störfum sínum og flestir hafa á einhvern hátt breytt vinnutíma sínum þannig að markmiðið með vinnutímastyttingunni nái fram að ganga. Þeir upplifa ekki aukið álag þar sem þeir hafa yfir að búa ýmsum björgum sem hjálpa þeim að takast á við starfið í dagsins önn.

Accepted: 
 • Feb 21, 2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40556


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AnnaElisabetSæmundsdottir_MS_Lokaverk.pdf939.84 kBOpenComplete TextPDFView/Open