is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40559

Titill: 
  • „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft“ Hvernig er eftirliti foreldra háttað varðandi samfélagsmiðlanotkun unglinga á aldrinum 13-16 ára?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst. Í henni er leitast við að skoða hugarheim unglinga varðandi samfélagsmiðlanotkun þeirra og svo sjónarhorn foreldra á móti. Ört vaxandi vinsældir samfélagsmiðla síðustu ára og gífurleg þróun þeirra hefur gert það að verkum að unglingar nútímans þekkja ekki lífið án þeirra. Það mætti segja að samfélagsmiðlar hafi yfirtekið heiminn og eru fæstir undanskildir áhrifum þeirra. Töluvert hefur verið fjallað um áhrif þeirra á börn og unglinga en minna hefur verið einblínt á sjónarhorn foreldra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvort foreldrar viðhéldu einhverskonar reglum eða hömlum varðandi samfélagsmiðlanotkun barna sinna eða hvort þær væru ekki til staðar og hver áhrifin væru þá af því. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem tekin voru viðtöl við fjóra unglinga og fjóra foreldra. Borin voru saman svör unglinganna og svo foreldranna á móti til að gera sér grein fyrir hvort þau horfi á notkunina á svipaðan hátt eða séu mögulega á gagnstæðum pólum. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að foreldrar virðast vilja treysta börnum sínum fyrir samfélagsmiðlanotkun sinni. Mögulega er traustið þó gefið í blindni þar sem aðdráttarafl samfélagsmiðla er sterkt og fæstir foreldrar vilja trúa nokkru óheiðarlegu upp á börnin sín.

Samþykkt: 
  • 22.2.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ValaDöggPetrudottir_BA_lokaverk.pdf518.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna