is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40563

Titill: 
 • "Það er ekki nóg að setja bara fólk við stýrið og svo kemur í ljós hvernig það gengur“ : hvernig getur "Lean" hugmyndafræðin og viðskiptaferlastjórnun hjálpað skipulagsheild að ná árangri í flóknu viðskiptaumhverfi?
 • Titill er á ensku "It's not enough to simply put people behind the wheel and see how things progress" : how can "Lean" philosophy and business process management help an organization succeeds in a complex business environment?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að öðlast dýpri skilning á ferlum innan velferðarsviðs Öryggismiðstöðvar Íslands og skoða hvernig Lean hugmyndafræðin getur hjálpað skipulagsheild að ná árangri í flóknu viðskiptaumhverfi í kjölfar fjórðu iðnbyltingar. Til hliðsjónar var stuðst við kortlagningu viðskiptaferla samkvæmt BPMN 2.0 staðlinum og hvernig hún getur hjálpað við að innleiða sjálfstæð vinnubrögð og einfaldað ferla. Ætlunin er að rannsóknin muni nýtast stjórnendum sem starfa í verslunar- og þjónustugeiranum og vilja innleiða sjálfstæð vinnubrögð, einfalda ferla og nýta tæknina til að bæta yfirsýn yfir stöðu verkefna hverju sinni. Í rannsókninni er leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvernig getur Lean hugmyndafræðin og viðskiptaferlastjórnun hjálpað skipulagsheild að ná árangri í flóknu viðskiptaumhverfi? Settar voru fram tvær undirspurningar:
  • Hvaða aðferðir eru bestar til að innleiða Lean hugarfar meðal stjórnenda og starfsfólks?
  • Hvernig geta stjórnendur nýtt sér viðskiptaferlastjórnun til að innleiða sjálfstæð vinnubrögð og einfaldað ferla?
  Rannsóknin byggir á eigindlegri nálgun og til að svara rannsóknarspurningunni var stuðst við tilfellarannsókn (e. case studies) sem hentar vel til að kryfja flókin tilfelli í fyrirtæki og dýpka þannig skilning á tengslum á milli breyta. Tekin voru viðtöl við fjórtán starfsmenn frá mismunandi deildum fyrirtækisins. Tilgangurinn er að skoða hvernig Lean hugmyndafræðin getur komið að notum í flóknu viðskiptaumhverfi til að minnka sóun, ná fram hagræðingu og jafnframt byggja upp góða vinnustaðamenningu.
  Niðurstöður benda sterklega til þess að það að beita Lean hugmyndafræðinni meðfram kortlagningu viðskiptaferla geti hjálpað skipulagsheild að bæta árangur, auka skilvirkni og lágmarka kostnað. Kortlagning á viðskiptaferlum getur skilað sjálfstæðum vinnubrögðum og bætt yfirsýn yfir stöðu verkefna með því að gera ferilinn miðlægan og einnig getur hún stutt við framtíðarsýn fyrirtækisins. Viðmælendur höfðu skilning á því hvers vegna málin stoppa sem er fyrsta skrefið í því langa ferðalagi að uppræta sóun innan fyrirtækisins og ná fram meiri hagræðingu.
  Rannsakandi vonast til þess að rannsóknarverkefnið verði áhugaverð viðbót við þekkingu á hugmyndafræði Lean og aðferðafræði viðskiptaferlastjórnunar.

 • Útdráttur er á ensku

  The primary goal of the study is to gain a deeper understanding of processes within the welfare department of the company Öryggismiðstöð Íslands and to examine how the Lean ideology can help the organization succeed in a complex business environment following the fourth industrial revolution. It was based on the mapping of business processes according to the BPMN 2.0 standard and how it can help to implement independent working methods and simplify processes. The intention is that the research will benefit managers who work in the sales and service sector and want to implement independent working methods, simplify processes, and use technology to improve the overview of the status of projects. The study seeks to answer the following research question: How can Lean ideology and business process management help an organization succeed in a complex business environment? Two sub-questions were posed:
  • What are the best ways to implement a Lean mindset among managers and staff?
  • How can managers use business process management to implement independent practices and simplify processes?
  The study is based on a qualitative approach, and to answer the research question, case studies were used, which are well suited to dissecting complex cases in companies and thus deepen our understanding of the relationship between variables. Fourteen employees from different departments of the company were interviewed. The purpose is to examine how the Lean ideology can be used in a complex business environment to reduce waste, achieve efficiency, and build a good workplace culture.
  The results strongly suggest that applying the Lean philosophy along with business process mapping can help the organization improve performance, increase efficiency, and minimize costs. Mapping business processes can yield independent working methods and improve an overview of the status of projects by making the process accessible centrally and supporting the company's vision for the future. Interviewees understood why issues stop, which is the first step in the long journey of eradicating waste within the company and achieving greater efficiency.
  The researcher hopes that the research project will be an interesting addition to the knowledge of Lean's ideology and business process management method.

Samþykkt: 
 • 23.2.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil skemman - MS Ritgerð - Stefán 051221.pdf1.3 MBLokaður til...01.01.2026HeildartextiPDF
Yfirlysing_Skemman_Stefan_E_Hafsteinsson.pdf103.14 kBLokaðurHeildartextiPDF