Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40570
Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu grunnskólakennara sem hafa upplifað kulnun í starfi, skoða hvort skortur á jafnvægi milli vinnu og einkalífs hafði áhrif á kulnunina og hvaða áhrif kulnunin hafði á starfsferilsþróun viðmælanda. Rannsóknin byggir á hálfopnum viðtölum við sjö konur á höfuðborgarsvæðinu sem allar eru menntaðar grunnskólakennarar og hafa upplifað kulnun í starfi. Niðurstöður leiddu í ljós að þær upplifðu mikla streitu í starfi. Einkum kom fram að umsjónarkennsla og hin fjölmörgu verkefni umsjónarkennarans voru þeim streituvaldandi. Þar ber helst að nefna umsjón með nemendum með flóknar greiningar eða hegðunarvanda og samstarf við krefjandi foreldra. Þessa þætti töldu viðmælendur gjarnan að hafi verið meginorsök kulnunarinnar.
Allar upplifðu þær andleg og líkamleg einkenni, einkum örmögnun og mikið orkuleysi í aðdraganda kulnunarinnar og meðan á henni stóð. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að góður stuðningur á meðan á kulnuninni stóð var þátttakendum mikilvægur bæði frá vinnustað og nánasta umhverfi. Áhugavert var að sjá að þær sem nutu góðs stuðnings frá vinnustað mættu aftur til starfa og voru enn starfandi á sama stað á meðan þær sem töldu stuðning ekki hafa verið nægilega góðan höfðu flutt sig á annan vinnustað.
Áhrif kulnunar á starfsferil voru margvísleg. Flestar kvennanna upplifðu vonbrigði með að geta ekki sinnt því starfi sem þær höfðu ástríðu fyrir og höfðu menntað sig til og upplifðu sig í lausu lofti. Þátttakendur töldu gjarnan að jafnvægi milli atvinnu og einkalífs hefði ekki verið nægilega gott þegar kulnunin átti sér stað, einkum hefði vinnan flætt yfir einkalífið og í sumum tilfellum dugði vinnutíminn ekki til að ljúka öllum verkefnum eða öll orka fór í starfið og lítið stóð eftir til að sinna einkalífi og fjölskyldu. Einkalífið, svo sem umönnun barna eða fjarvera maka vegna vinnu hafði að mati viðmælenda einnig áhrif á kulnunina, þó svo vinnan hafi verið mun stærri þáttur.
The aim of this research was to cast light on the experiences of middle-school teachers who have experienced burnout in their jobs, examine whether a lack of balance between their professional lives and personal lives had an effect on burnout, and what effects burnout had on the careers of the participants. The research is based on half-open interviews with seven women within the Capital Region of Iceland who are all qualified middle-school teachers and have experienced burnout in their careers. The results revealed that they had experienced a great deal of stress in their jobs. It was especially clear that supervisory teaching and the varied tasks that it entails was a cause of stress; this was particularly prominent regarding supervisory teaching of students with complex diagnoses and behavioural problems, and collaboration with demanding parents. Participants believed these factors to be the main causes of burnout.
All participants experienced mental and physical symptoms, especially exhaustion and considerable lack of energy leading up to and during burnout. The results also revealed that good support during burnout was important to participants, both from the workplace and in their day-to-day lives. It was interesting to observe that those who enjoyed good support from their place of work were still employed at the same place, while those who believed that they had not received sufficient support had sought employment elsewhere.
The effects of burnout on participants´ careers were diverse. Most of the women experienced disappointment at being unable to perform the job that they were passionate about and had studied for. They felt completely overwhelmed. Participants believed firmly that their work-life balance had been insufficient when they experienced burnout. Work had intruded into their personal lives in such a way that in some cases, working hours proved insufficient to complete all tasks, or all their energy went into their jobs, leaving little to nothing left for their personal lives and families. Personal lives, such as caring for children and the absence of their partner due to work, also had an effect on burnout, according to participants, though these effects on participants’ personal lives were not as significant as those of work.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistaraverkefni - Þórey.pdf | 769.94 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing - 1.pdf | 188.53 kB | Lokaður | Yfirlýsing |